Von á 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 11:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástandið alvarlegt víða erlendis og hvetur landsmenn frá því að ferðast út fyrir landsteinana. Vísir/Vilhelm Von er á 1.200 skömmtum af bóluefninu frá Moderna á morgun, sem verður notað til að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínuhópum. Í kjölfarið munu berast 1.200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði að til viðbótar þessu væri von á 3.000 skömmtum af bóluefninu frá Pfizer í næstu viku og 2.000 skömmtum eftir tvær vikur. Þessir skammtar yrðu notaðir til að bólusetja eldri einstaklinga. Vonir stæðu til að bóluefni AstraZeneca yrði samþykkt í lok mánaðarins og bóluefnið frá Janssen í kjölfarið. Í framhaldinu fengjum við upplýsingar um afhendingaráætlun. Ástandið úr rauðu í appelsínugult Greint var frá því í upphafi fundar að litakóðakerfið vegna faraldursins hefði verið fært úr rauðu í appelsínugult. Þórólfur sagði fáa vera að greinast innanlands en töluvert fleiri á landamærunum. Enginn liggur á Landspítalanum með virkt smit en tuttugu með óvirkt smit. Þá liggur enginn á gjörgæsludeild vegna Covid-19. Alls eru 350 manns í sóttkví á landinu og 140 í einangrun. Þórólfur sagði ánægjulegt að sjá hversu innanlandssmitin væru fá og sérstaklega hversu fá væru utan sóttkvíar. Hann sagði fjölgunina á landamærunum hins vegar áhyggjuefni en hún endurspeglaði ástandið erlendis. Hvetur landsmenn til að forðast óþarfa ferðalög Sóttvarnalæknir fór stuttlega yfir þær tilslakanir sem hann lagði til að tækju gildi 13. janúar næstkomandi en sagðist ekki vera með þessu að hvetja til ónauðsynlegra hópamyndana. Hann hvatti fólk til að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir og forðast hópamyndanir sem mest. Þórólfur ræddi einnig um tillögur sínar um hertar aðgerðir á landamærunum en hann hefur lagt til að fólk verði skikkað í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Að öðrum kosti að fólk sé sett í 14 daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hann hvetur landsmenn einnig til að forðast óþarfa utanlandsferðir, þar sem ástandið sé víða alvarlegt og hætta á að fólk veikist erlendis og/eða beri smit með sér heim.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19 Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Ekkert bendir til aukins fjölda dauðsfalla í kjölfar bólusetninga Ráðist var í þrenns konar athuganir í kjölfar andláta sem urðu eftir bólusetningar gegn Covid-19. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins rétt í þessu. 11. janúar 2021 11:19
Þrír greindust innanlands og sautján á landamærum Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. 11. janúar 2021 10:51
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent