Árás á lýðræðið á Íslandi og Bandaríkjunum Elliði Vignisson skrifar 10. janúar 2021 20:01 Hinn ömurlegi atburður í Wasingthon þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli. Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur. Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snérustu upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti. Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri. Það er í eðli okkar að bregðast við þegar við erum misrétti beitt Í Bandaríkjunum var skrílinn augljóslega undir áhrifum fráfarandi forseta sem taldi þeim trú um stuðningmenn hans og hann sjálfur, væru órétti beitt. Þegar slík hughrif hafa átt sér stað og fólk upplifir órétt þá er í raun auðvelt fyrir þannig þenkjandi aðila að beita þeim til óhæfuverka. Það er í eðli mannsins að bregðast við óréttlæti og miska með reiði og heift. Stjórna í krafti reiðinnar Það er hvorki ný né óreynd aðferð að ná tökum á fólki með því að höfða til þessara þátta í mannlegu eðli. Það er margreynd og árangursrík aðferð. Hitler taldi Þjóðverjum trú um að þjóðin væri misrétti beitt og atti henni þannig í hroðaverk, Trump taldi stuðningsmönnum sínum trú um kosningasvik og sendu skríl til árásar við þinghúsið, vinstrimenn á Íslandi héldu því á lofti að Alþingi bæri höfuðorsök á hruninu og breyttu annars réttmætri reiði í heift sem leiddi til ofbeldis. Dæmin eru víða, misalvarleg en eiga það sammerkt að notfæra sér grunnhvatir svo sem reiði til stjórnunar á hóphegðun. Forsvarsmenn Stjórnarskrárfélagsins nota sömu aðferð og Trump Það skyldi enginn halda að þessi aðferð sé á undanhaldi. Sem fyrr segir eru nýjustu dæmin um þetta að finna í baráttu talsmanna Stjórnarskrárfélagsins. Þar er þetta reyndar svo áberandi að athygli vekur að fjölmiðlar hafi ekki sett það í samhengi við framgöngu Trump og hvernig hann hefur búið til heift á forsendum meints óréttlætis til að hindra lýðræðislegan framgang. Í þessu samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort Trump hefði ekki breytt stjórnarskránni hefði hann haft til þess vald. Trump og Katrín Oddsdóttir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, flutti ræðu á Austurvelli í hrunástandinu 22. nóvember 2008. Þar boðaði hún að réttkjörin stjórnvöld yrðu sett af með góðu eða illu. Orðrétt sagði hún að þetta yrði gert: „...með því að brjóta þau landslög sem þið hafið sett.... og með því að bera ykkur út úr þeim opinberu byggingum sem þið felið ykkur í ef þess þarf.“ Stuttu síðar var ráðist á þinghúsið, lögreglustöðina og fl. Nú stýrir þessi annars ágæta kona samtökum sem ætla sér að stjórna gerð stjórnarskrárinnar sem ver grunnréttindi okkar og viðheldur reglum samfélagsins. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Katrínar. Trump og Ragnar Aðalsteinsson Annar forsvarsmaður Stjórnarskrárfélagsins, Ragnar Aðalasteinsson var í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum „Sprengisandur“ í október sl. Þar lýsti Ragnar því fjálglega að valdarán væri ein möguleg leið til að hann og hans fólk næðu markmiðum um að breyta réttarríkinu í þá átt sem þau telja gæfulega. Orðrétt sagði Ragnar: „Þess vegna verðum við að ná þessu valdi, verðum að ná þessu af þinginu. Ná þessu valdi af stjórnmálamönnunum.“ Og stuttu síðar „ ...ef þjóðin er áköf um að ná til sín þessu valdi sem hún hefur eðli málsins til þess þá verður hún að taka völdin“ og svo: „Það er valdarán, það þarf að sjálfsögðu ekki að vera neitt blóðugt“. Kristján sagði þá: „Þú ert sem sagt að tala um það [valdrán]“ og því mótmælti Ragnar ekki. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Ragnars. Reiðin réttlætir aldrei ofbeldi Það er aðdáunarvert þegar fólk berst fyrir hugsjónum sínum. Fólkið sem mætti á Austurvöll var almennt til fyrirmyndar. Hið sama má segja um þá rúmlega 74 milljónir kjósenda sem studdu Trump og lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni. Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins. Þegar þau snúa reiði í heift á forsendum meints óréttlætis og byrja að skilgreina hvenær óréttlætið sé með þeim hætti að ofbeldi sé réttlætanlegt. Þegar þau hvetja til ofbeldis og árása á lýðræðið. Slíkt ber að fordæma. Ekkert réttlætir slíka framgöngu, sama hvert hugarefnið er og sama hvaðan reiðin er runninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árás á bandaríska þinghúsið Stjórnarskrá Elliði Vignisson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Hinn ömurlegi atburður í Wasingthon þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli. Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur. Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snérustu upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti. Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri. Það er í eðli okkar að bregðast við þegar við erum misrétti beitt Í Bandaríkjunum var skrílinn augljóslega undir áhrifum fráfarandi forseta sem taldi þeim trú um stuðningmenn hans og hann sjálfur, væru órétti beitt. Þegar slík hughrif hafa átt sér stað og fólk upplifir órétt þá er í raun auðvelt fyrir þannig þenkjandi aðila að beita þeim til óhæfuverka. Það er í eðli mannsins að bregðast við óréttlæti og miska með reiði og heift. Stjórna í krafti reiðinnar Það er hvorki ný né óreynd aðferð að ná tökum á fólki með því að höfða til þessara þátta í mannlegu eðli. Það er margreynd og árangursrík aðferð. Hitler taldi Þjóðverjum trú um að þjóðin væri misrétti beitt og atti henni þannig í hroðaverk, Trump taldi stuðningsmönnum sínum trú um kosningasvik og sendu skríl til árásar við þinghúsið, vinstrimenn á Íslandi héldu því á lofti að Alþingi bæri höfuðorsök á hruninu og breyttu annars réttmætri reiði í heift sem leiddi til ofbeldis. Dæmin eru víða, misalvarleg en eiga það sammerkt að notfæra sér grunnhvatir svo sem reiði til stjórnunar á hóphegðun. Forsvarsmenn Stjórnarskrárfélagsins nota sömu aðferð og Trump Það skyldi enginn halda að þessi aðferð sé á undanhaldi. Sem fyrr segir eru nýjustu dæmin um þetta að finna í baráttu talsmanna Stjórnarskrárfélagsins. Þar er þetta reyndar svo áberandi að athygli vekur að fjölmiðlar hafi ekki sett það í samhengi við framgöngu Trump og hvernig hann hefur búið til heift á forsendum meints óréttlætis til að hindra lýðræðislegan framgang. Í þessu samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort Trump hefði ekki breytt stjórnarskránni hefði hann haft til þess vald. Trump og Katrín Oddsdóttir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, flutti ræðu á Austurvelli í hrunástandinu 22. nóvember 2008. Þar boðaði hún að réttkjörin stjórnvöld yrðu sett af með góðu eða illu. Orðrétt sagði hún að þetta yrði gert: „...með því að brjóta þau landslög sem þið hafið sett.... og með því að bera ykkur út úr þeim opinberu byggingum sem þið felið ykkur í ef þess þarf.“ Stuttu síðar var ráðist á þinghúsið, lögreglustöðina og fl. Nú stýrir þessi annars ágæta kona samtökum sem ætla sér að stjórna gerð stjórnarskrárinnar sem ver grunnréttindi okkar og viðheldur reglum samfélagsins. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Katrínar. Trump og Ragnar Aðalsteinsson Annar forsvarsmaður Stjórnarskrárfélagsins, Ragnar Aðalasteinsson var í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum „Sprengisandur“ í október sl. Þar lýsti Ragnar því fjálglega að valdarán væri ein möguleg leið til að hann og hans fólk næðu markmiðum um að breyta réttarríkinu í þá átt sem þau telja gæfulega. Orðrétt sagði Ragnar: „Þess vegna verðum við að ná þessu valdi, verðum að ná þessu af þinginu. Ná þessu valdi af stjórnmálamönnunum.“ Og stuttu síðar „ ...ef þjóðin er áköf um að ná til sín þessu valdi sem hún hefur eðli málsins til þess þá verður hún að taka völdin“ og svo: „Það er valdarán, það þarf að sjálfsögðu ekki að vera neitt blóðugt“. Kristján sagði þá: „Þú ert sem sagt að tala um það [valdrán]“ og því mótmælti Ragnar ekki. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Ragnars. Reiðin réttlætir aldrei ofbeldi Það er aðdáunarvert þegar fólk berst fyrir hugsjónum sínum. Fólkið sem mætti á Austurvöll var almennt til fyrirmyndar. Hið sama má segja um þá rúmlega 74 milljónir kjósenda sem studdu Trump og lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni. Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins. Þegar þau snúa reiði í heift á forsendum meints óréttlætis og byrja að skilgreina hvenær óréttlætið sé með þeim hætti að ofbeldi sé réttlætanlegt. Þegar þau hvetja til ofbeldis og árása á lýðræðið. Slíkt ber að fordæma. Ekkert réttlætir slíka framgöngu, sama hvert hugarefnið er og sama hvaðan reiðin er runninn.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun