Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2021 12:20 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem vill sjá að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar en verið hefur Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira