Hafa fundið út hvar flugvélin hrapaði Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 08:22 Brak sem talið er vera úr vélinni fannst í aðgerðum leitarhóps í gær. Getty/DImas Ardian Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak. Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“ Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“
Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28