Æfa tvisvar í viku, eignuðust bjórkæli og fá nú Mourinho og hans menn til Krossabæjar Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2021 09:01 Framherjinn Niall Cummins og stjórinn Neil Young láta sig dreyma um að komast áfram í bikarnum en eru að minnsta kosti búnir að vinna sér inn bjórkælinn sem sjá má í baksýn. Getty/Dave Thompson Leikmenn Marine æfa fótbolta tvisvar í viku, hafa ekki spilað leik síðan á öðrum degi jóla og eru einum bjórkæli ríkari vegna áhuga heimsins á stærsta leik lífs þeirra. Sá leikur er í dag þegar áhugamennirnir fá Jose Mourinho og hans menn í Tottenham í heimsókn, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Fótboltaheimurinn beinir sjónum sínum í dag að Krossabæ (e. Crosby), í úthverfi Liverpool. Þar tekur Marine á móti Tottenham kl. 17. Samkomureglur vegna kórónuveirufaraldursins koma í veg fyrir að 500 stuðningsmenn fái stóran draum uppfylltan með því að mæta á þennan stærsta leik í sögu Marine, en 6.000 sýndaraðgöngumiðar hafa þó selst til stuðnings smáliðinu sem komið er svo langt. Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Þriðja umferð bikarkeppninnar er sú fyrsta sem að Tottenham og önnur úrvalsdeildarlið spila í ár hvert. Marine, sem leikur í áttunda þrepi deildakeppninnar á Englandi, hefur hins vegar þurft að fara í gegnum fimm umferðir í undankeppni, og svo slá út D-deildarlið Colchester og utandeildarlið Havant & Waterlooville til að komast í þriðju umferðina. Ungir stuðningsmenn Marine hlakka til leiksins í dag.Getty/Clive Brunskill Sigrinum gegn Havant var vel fagnað í búningsklefanum og markmaðurinn Bayleigh Passant skaust í næstu búð og keypti bjór fyrir mannskapinn, enn í markmannsbúningnum. Bjórframleiðandinn Budweiser hreifst af þessu og útvegaði Marine-mönnum kæliskáp í vikunni, fullan af bjórflöskum. Þeir fá ársbirgðir af bjór, sama hvernig fer í dag, og stuðningsmenn Marine hafa einnig fengið sendingu frá bjórframleiðandanum fyrir þennan tímamótaleik í sögu félagsins. Leikmenn og aðrir sem tengjast Marine hafa einmitt fundið fyrir miklum áhuga fjölmiðla og annarra eftir að liðið dróst svo gegn Tottenham. Viðtalsbeiðnir hafa borist frá Spáni, Bandaríkjunum, Finnlandi, Danmörku og jafnvel Rússlandi og Ástralíu. Einn á móti milljón en það gæti dugað „Það sagði einhver við mig að þetta væri ekki bara leikur í ensku bikarkeppninni – þetta væri enska bikarkeppnin í sinni tærustu mynd,“ sagði Paul Leary, formaður Marine, við Daily Mail og bætti við: „Þetta er ótrúlegt, ekki satt? En dásamlegur tími fyrir félagið.“ Heimavöllur Marine, Rossett Park, lætur ekki mikið yfir sér en þar hefur allt verið gert svo að hægt verði að spila leikinn í dag, gegn stórliði Tottenham.Getty/Dave Thompson Niall Cummins er framherji Havant og skoraði einmitt sigurmark á síðustu stundu, í leiknum gegn Havant sem fór í framlengingu og endaði 1-0. Hann er staðráðinn í að njóta dagsins: „Svona tækifæri fær maður bara einu sinni á ævinni og við ætlum að nýta það til fulls og reyna að ná góðum úrslitum,“ sagði Cummins. „Þó að líkurnar séu einn á móti milljón þá verðum við að muna að við gætum verið þessi „eini“,“ bætti hann við. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Fótboltaheimurinn beinir sjónum sínum í dag að Krossabæ (e. Crosby), í úthverfi Liverpool. Þar tekur Marine á móti Tottenham kl. 17. Samkomureglur vegna kórónuveirufaraldursins koma í veg fyrir að 500 stuðningsmenn fái stóran draum uppfylltan með því að mæta á þennan stærsta leik í sögu Marine, en 6.000 sýndaraðgöngumiðar hafa þó selst til stuðnings smáliðinu sem komið er svo langt. Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Þriðja umferð bikarkeppninnar er sú fyrsta sem að Tottenham og önnur úrvalsdeildarlið spila í ár hvert. Marine, sem leikur í áttunda þrepi deildakeppninnar á Englandi, hefur hins vegar þurft að fara í gegnum fimm umferðir í undankeppni, og svo slá út D-deildarlið Colchester og utandeildarlið Havant & Waterlooville til að komast í þriðju umferðina. Ungir stuðningsmenn Marine hlakka til leiksins í dag.Getty/Clive Brunskill Sigrinum gegn Havant var vel fagnað í búningsklefanum og markmaðurinn Bayleigh Passant skaust í næstu búð og keypti bjór fyrir mannskapinn, enn í markmannsbúningnum. Bjórframleiðandinn Budweiser hreifst af þessu og útvegaði Marine-mönnum kæliskáp í vikunni, fullan af bjórflöskum. Þeir fá ársbirgðir af bjór, sama hvernig fer í dag, og stuðningsmenn Marine hafa einnig fengið sendingu frá bjórframleiðandanum fyrir þennan tímamótaleik í sögu félagsins. Leikmenn og aðrir sem tengjast Marine hafa einmitt fundið fyrir miklum áhuga fjölmiðla og annarra eftir að liðið dróst svo gegn Tottenham. Viðtalsbeiðnir hafa borist frá Spáni, Bandaríkjunum, Finnlandi, Danmörku og jafnvel Rússlandi og Ástralíu. Einn á móti milljón en það gæti dugað „Það sagði einhver við mig að þetta væri ekki bara leikur í ensku bikarkeppninni – þetta væri enska bikarkeppnin í sinni tærustu mynd,“ sagði Paul Leary, formaður Marine, við Daily Mail og bætti við: „Þetta er ótrúlegt, ekki satt? En dásamlegur tími fyrir félagið.“ Heimavöllur Marine, Rossett Park, lætur ekki mikið yfir sér en þar hefur allt verið gert svo að hægt verði að spila leikinn í dag, gegn stórliði Tottenham.Getty/Dave Thompson Niall Cummins er framherji Havant og skoraði einmitt sigurmark á síðustu stundu, í leiknum gegn Havant sem fór í framlengingu og endaði 1-0. Hann er staðráðinn í að njóta dagsins: „Svona tækifæri fær maður bara einu sinni á ævinni og við ætlum að nýta það til fulls og reyna að ná góðum úrslitum,“ sagði Cummins. „Þó að líkurnar séu einn á móti milljón þá verðum við að muna að við gætum verið þessi „eini“,“ bætti hann við. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira