Nýkjörinn þingmaður biðst afsökunar á að hafa vitnað í Hitler Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 12:47 Mary Miller, þingmaður Repúblikanaflokksins. Getty/Tom Williams Mary Miller, nýkjörinn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild þingsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla á stuðningsmannafundi á fimmtudag. Þar vísaði hún til ummæla Adolf Hitler um unga fólkið í samfélaginu. „Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu. Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
„Hitler hafði rétt fyrir sér varðandi eitt, það að sá sem hefur æskuna hefur framtíðina. Það er verið að innræta börnin okkar,“ sagði Miller. Miller tók formlega sæti í fulltrúadeildinni þann 3. janúar síðastliðinn. Ummælin vöktu mikla reiði á samfélagsmiðlum, en þau má heyra í myndbandinu hér að neðan. Here’s the full clip. Incoming Illinois Congresswoman Mary Miller didn’t slip or improvise when she quoted Hitler and praised how the murderous Nazi built his political movement by indoctrinating youth. She was reading from prepared remarks. pic.twitter.com/xWPi2u8wB3— Mark Maxwell (@MarkMaxwellTV) January 6, 2021 Fundurinn sem um ræðir bar yfirskriftina „Mæður til bjargar ameríska lýðveldinu“, en viðstaddir voru andsnúnir því að kjör Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, yrði staðfest. Miller hefur nú beðist afsökunar en segir viljandi snúið út úr orðum sínum. Sagan eigi ekki að endurtaka sig og foreldrar eigi að leggja áherslu á góð, göfug og réttmæt gildi. Þá sé hún mikill stuðningsmaður Ísraelsríkis og því geti hún ekki verið stuðningsmaður verka Hitlers. „Ég biðst innilega afsökunar á þeim sársauka sem varð vegna orða minna og sé eftir því að hafa vitnað til eins versta einræðisherra sögunnar til þess að útskýra þær hættur sem utanaðkomandi áhrif geta haft í för með sér á unga fólkið okkar,“ sagði Miller. „Á meðan sumir eru viljandi að reyna að snúa út úr orðum mínum og gefa þeim merkingu sem gengur gegn gildum mínum, þá vil ég vera skýr varðandi eitt: Ég er mikill stuðningsmaður Ísrael og mun alltaf vera sterkur talsmaður og stuðningsmaður gyðingasamfélagsins.“ Bandaríska minningarsafnið um helförina hefur fordæmt ummælin og segir óásættanlegt að leiðtogar noti ummæli Hitler í jákvæðu ljósi. „Þýskaland Adolfs Hitler steypti Evrópu í mest eyðileggjandi atburðarás mannkynssögunnar,“ sagði í yfirlýsingu.
Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira