Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2021 11:28 Flug SJ182 hvarf af radar stuttu eftir flugtak. EPA-EFE/Gusti Fikri Izzudin Noor Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. Vélin var á leið til Pontianak á Brúnei en hún hvarf norður af strönd Jakarta. Vélin hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á minna en mínútu áður en hún hvarf af radar. Talið er að 62 hafi verið um borð, þar af 56 farþegar. Af þeim eru sjö börn og þrjú ungbörn. Þá eru sex í áhöfninni um borð. Björgunaraðgerðir eru nú í gangi að sögn samgönguráðuneytisins. Síðast náðist samband við vélina klukkan 14:40 að staðartíma, eða klukkan 7:40 að íslenskum tíma. Vélin er 27 ára gömul Boeing 737-500 flugvél. Viðbragðsaðilar telja sig hafa fundið brak úr flugvélinni í sjónum undan strönd Jakarta. Ekki hefur fengist staðfest hvort að um brak úr véllinni sé að ræða. Íbúar á eyju skammt frá staðnum sem flugvélin hvarf hafa sagt að eitthvað hafi „hrapað og sprungið,“ nálægt eyjunni Male. Þá segjast íbúar á eyjunni hafa fundið brak úr vélinni, sem sýnt var í sjónvarpsfréttum á Indónesíu. Serpihan pesawat nyaaa#SJ182 pic.twitter.com/tqLj6jzWVc— deknia. (@niaaaloey) January 9, 2021 Ekki er um að ræða Boeing 737 Max vél, sem voru kyrrsettar í kjölfar þess að tvær vélar af þeirri gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 þar sem samtals 346 fórust. Kyrrsetningu 737 Max vélanna hefur nýlega verið aflétt. Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 13:11. Indónesía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla. 7. janúar 2021 23:00 Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. 2. janúar 2021 14:18 Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26. desember 2020 14:08 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Vélin var á leið til Pontianak á Brúnei en hún hvarf norður af strönd Jakarta. Vélin hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á minna en mínútu áður en hún hvarf af radar. Talið er að 62 hafi verið um borð, þar af 56 farþegar. Af þeim eru sjö börn og þrjú ungbörn. Þá eru sex í áhöfninni um borð. Björgunaraðgerðir eru nú í gangi að sögn samgönguráðuneytisins. Síðast náðist samband við vélina klukkan 14:40 að staðartíma, eða klukkan 7:40 að íslenskum tíma. Vélin er 27 ára gömul Boeing 737-500 flugvél. Viðbragðsaðilar telja sig hafa fundið brak úr flugvélinni í sjónum undan strönd Jakarta. Ekki hefur fengist staðfest hvort að um brak úr véllinni sé að ræða. Íbúar á eyju skammt frá staðnum sem flugvélin hvarf hafa sagt að eitthvað hafi „hrapað og sprungið,“ nálægt eyjunni Male. Þá segjast íbúar á eyjunni hafa fundið brak úr vélinni, sem sýnt var í sjónvarpsfréttum á Indónesíu. Serpihan pesawat nyaaa#SJ182 pic.twitter.com/tqLj6jzWVc— deknia. (@niaaaloey) January 9, 2021 Ekki er um að ræða Boeing 737 Max vél, sem voru kyrrsettar í kjölfar þess að tvær vélar af þeirri gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019 þar sem samtals 346 fórust. Kyrrsetningu 737 Max vélanna hefur nýlega verið aflétt. Fréttin var uppfærð með nýjustu upplýsingum klukkan 13:11.
Indónesía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla. 7. janúar 2021 23:00 Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. 2. janúar 2021 14:18 Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26. desember 2020 14:08 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Boeing greiðir 2,5 milljarða dala fyrir að leyna upplýsingum um 737 Max slysin Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur ákveðið að greiða 2,5 milljarða Bandaríkjadala, eða um 316 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa leynt upplýsingum um Boeing 737 Max vélarnar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Framleiðandinn gerir það í stað þess að hætta á að málið fari fyrir dómstóla. 7. janúar 2021 23:00
Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið. 2. janúar 2021 14:18
Neyddust til að lenda Boeing 737-8 MAX vegna bilunar í vélarbúnaði Óvænt þurfti að lenda Boeing 737-8 MAX vél Air Canada, eftir að flugmenn vélarinnar neyddust til að slökkva á öðrum hreyfli þotunnar. Engir farþegar voru í vélinni heldur aðeins þriggja manna áhöfn. 26. desember 2020 14:08