Skilja ekki rökin á bak við tillögu Þórólfs Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 14:48 Verslunarmenn fögnuðu því þegar fjöldatakmörk í verslunum voru rýmkuð í desember. Fyrirhugaðar breytingar verða til þess að sumar verslanir geti tekið á móti færra fólki en áður. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, skilur ekkert í að þrengja eigi að verslunum frá og með 13. janúar næstkomandi. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag væntanlegar breytingar á sóttvarnareglum, með fyrirvara um að faraldurinn haldist í lágmarki. Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Uppfært klukkan 15:15: Heilbrigðisráðuneytið hefur leiðrétt tilkynningu sína um nýjar sóttvarnaráðstafanir og áréttað að engar breytingar verði gerðar á reglum sem varða verslanir þann 13. janúar. Hér á eftir fylgir upphaflega fréttin sem byggðist á röngum upplýsingum. Breytingarnar byggja á tillögum sóttvarnalæknis og er almennt um tilslakanir að ræða en með undantekningum þó. Skemmtistaðir og krár verða áfram lokaðir, auk þess sem gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar fimm viðskiptavini á hverja tíu fermetra er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja fjóra fermetra. Áfram mega ekki vera fleiri en 100 viðskiptavinir í hverju rými að hámarki. Nýju reglurnar eiga að gilda til til 17. febrúar. „Þetta er þrenging og ég skil ekki rökin á bak við ákvörðunina,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Engir hnökrar verið á núgildandi fyrirkomulagi „Framkvæmdin eins og þetta hefur verið frá 10. desember, og í þessari miklu önn sem jólaverslunin er, hefur bara verið með ágætum. Það hafa engir hnökrar verið á þessu. Það hafa engin smit okkur vitanlega komið upp í verslunum, ekki nokkur, þess vegna kemur þessi ákvörðun mér í opna skjöldu. Ég skil ekki rökin á bak við hana.“ Áður en breyting var gerð á sóttvarnaráðstöfunum þann 10. desember síðastliðinn var verslunum, sem ekki seldu matvöru eða lyf, einungis heimilt að hleypa inn tíu viðskiptavinum í einu nema hægt væri að skipta þeim upp í sóttvarnarhólf.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. 1. desember 2020 20:01