Stjóri Jóhanns Berg vill bólusetja alla ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 09:30 Sean Dyche fylgist með því þegar Jóhann Berg Guðmundsson kemur meiddur af velli. Getty/John Walton Knattspyrnustjóri Burnley segir að peningurinn sem fer í öll kórónuveiruprófin hjá ensku úrvalsdeildinni væri betur varið hjá framlínunni. Bretar eru eins og aðrir í Evrópu að glíma við mikla aukningu á smitum í landinu og mikil aukning hefur einnig orðið á smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa bættist í hóp með Newcastle, Fulham og Manchester City sem hafa öll þurft að glíma við hópsmit á síðustu vikum. Smitin tvöfölduðust milli vikna eftir að hafa fjölgað einnig mikið í vikunni á undan. Leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar fara nú í kórónuveirupróf tvisvar í viku en það hefur ekki verið alveg nóg í baráttunni við kórónuveiruna. Sean Dyche believes footballers should be vaccinated in order to re-distribute the vast money spent on coronavirus testing each week in the Premier League back to the NHS— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2021 Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley, hefur ákveðna skoðun á því sem sé best að gera á þessum krefjandi tímum. Dyche vill nefnilega bólusetja alla ensku úrvalsdeildina og hætta þessum sífelldum prófunum. Sá peningur sem sparast með því á að hans mati að fara í að styrkja heilbrigðiskerfið. „Þegar við horfum á alla þá peninga sem fara í smitpróf í ensku úrvalsdeildinni þá ætti sá peningur miklu frekar að fara í heilbrigðiskerfið og vinnuna við bólusetningarnar. Það hlýtur að vera betra en að vera að prófa leikmenn tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche er þekktur fyrir að fara aldrei í felur með skoðanir sínar og það nær líka út fyrir fótboltann. „Við skulum samt hafa það alveg á hreinu og það er fólk mun framar á listanum en fótboltamenn. Ég er ekki nálægt því að leggja það til að fótboltamenn ættu að vera settir fram fyrir fólk í áhættuhópum. Það sem ég er að segja að það væri miklu betra að fá þetta fjármagn sem fer í öll þessi próf þangað sem það hjálpar okkur við að auka framleiðslu bóluefnis,“ sagði Dyche. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Bretar eru eins og aðrir í Evrópu að glíma við mikla aukningu á smitum í landinu og mikil aukning hefur einnig orðið á smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa bættist í hóp með Newcastle, Fulham og Manchester City sem hafa öll þurft að glíma við hópsmit á síðustu vikum. Smitin tvöfölduðust milli vikna eftir að hafa fjölgað einnig mikið í vikunni á undan. Leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar fara nú í kórónuveirupróf tvisvar í viku en það hefur ekki verið alveg nóg í baráttunni við kórónuveiruna. Sean Dyche believes footballers should be vaccinated in order to re-distribute the vast money spent on coronavirus testing each week in the Premier League back to the NHS— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2021 Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley, hefur ákveðna skoðun á því sem sé best að gera á þessum krefjandi tímum. Dyche vill nefnilega bólusetja alla ensku úrvalsdeildina og hætta þessum sífelldum prófunum. Sá peningur sem sparast með því á að hans mati að fara í að styrkja heilbrigðiskerfið. „Þegar við horfum á alla þá peninga sem fara í smitpróf í ensku úrvalsdeildinni þá ætti sá peningur miklu frekar að fara í heilbrigðiskerfið og vinnuna við bólusetningarnar. Það hlýtur að vera betra en að vera að prófa leikmenn tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche er þekktur fyrir að fara aldrei í felur með skoðanir sínar og það nær líka út fyrir fótboltann. „Við skulum samt hafa það alveg á hreinu og það er fólk mun framar á listanum en fótboltamenn. Ég er ekki nálægt því að leggja það til að fótboltamenn ættu að vera settir fram fyrir fólk í áhættuhópum. Það sem ég er að segja að það væri miklu betra að fá þetta fjármagn sem fer í öll þessi próf þangað sem það hjálpar okkur við að auka framleiðslu bóluefnis,“ sagði Dyche.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira