Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. janúar 2021 16:48 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54