Segir að Klopp hafi breyst úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 12:31 Jürgen Klopp hefur haft yfir mörgu að kvarta undanfarnar vikur og á sama tíma er liðið hans ekki líkt sjálfu sér inn á vellinum. EPA-EFE/Peter Powell Það hefur verið mikið basl á Englandsmeisturum Liverpool að undanförnu og þýski knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp þykir orðið kvarta heldur mikið að mati margra sem fylgjast með enska boltanum. Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Knattspyrnusérfræðingurinn Chris Sutton lætur Jürgen Klopp líka aðeins heyra það i nýjasta pistli sínum. Sutton segir að „Mr Motivator“ sé nú orðinn „Mr Moaner“ eins og hann kemst að orði. Að „Herra hvatamaður“ sé búinn að breytast í „Herra vælukjóa“ ef við reynum að færa þetta yfir á íslensku. Undanfarin tímabil hefur Jürgen Klopp heillað flesta með skemmtilegri framkomu sínu á sama tíma og hann breytti Liverpool liðinu bæði í besta lið Evrópu og besta lið Englands. Nú í fyrstu titilvörninni hans í ensku úrvalsdeildinni þá hefur hert að bæði hvað varðar gengi liðsins en einnig hvað varðar meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Liverpool hefur vissulega orðið fyrir áföllum en var að standa sig mjög vel framan af móti. Jurgen Klopp has gone from Mr Motivator to Mr Moaner | @Chris_Sutton73 https://t.co/91LapT6Mfa— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Undanfarið hefur aftur á móti allt farið í hálfgerðan baklás og sóknarleikurinn er orðinn nær alveg bitlaus. Liverpool er reyndar enn á toppnum en eftir tvö stig í undanförnum þremur leikjum þá er það líklegt til að breytast á næstunni. Deildin er jöfn og með sama áframhaldi þá verða bæði Manchester liðin komin upp fyrir Klopp og félaga. „Á þessu tímabili hefur Jürgen Klopp ekki verið þessi svali karakter sem lætur ekkert hafa áhrif á sig. Í staðinn er hann farinn að kvarta yfir öllu,“ skrifaði Chris Sutton í Daily Mail. „Hvort sem það er að þurfa að spila klukkan 12.30 á laugardegi, að fá ekki að nota fimm varamenn eða hversu mörg víti Manchester United fær í samanburði við Liverpool. Hann hefur kvartað yfir öllu,“ skrifaði Sutton í pistil sinn. „Hann er pirraður í hvert sinn sem hann talar við fjölmiðla. Hann er búinn að breytast úr „Herra hvatamanni“ í „Herra vælukjóa“. Samt sem áður er Liverpool enn í toppsætinu,“ skrifaði Sutton. Chris Sutton er síðan á því að á þessu erfiða og krefjandi tímabili í miðjum heimsfaraldri snúist þetta ekki um það að spila fallegasta fótboltann heldur að ná að vinna sem best út úr nýjum og mjög krefjandi aðstæðum.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira