Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2021 21:50 Gunnar Guðlaugsson er forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eftir að ferðaþjónustan hrundi er áliðnaður á ný orðinn næst stærsta útflutningsgrein landsins á eftir sjávarútvegi. Það blés hins vegar ekki byrlega fyrir greininni í vor þegar álverð fór niður undir 1.400 dollara á tonnið. En dæmið snerist við í júní og síðan hefur álverð hækkað jafnt og þétt og stendur núna í rúmlega 2.000 dollurum. Álver Norðuráls á Grundartanga.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta bara mjög jákvætt að álverð hefur hækkað og meðalverð ársins kannski ekki alslæmt,“ segir Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta bara orsakast af aukinni eftirspurn, bæði í Evrópu og Asíu, og kannski ekki síst í Kína.“ Þá hafi fréttir af bóluefni haft jákvæð áhrif. „Heimurinn fyllist bjartsýni og þá fer fólk að eyða og hagvöxtur eykst og það hefur jákvæð áhrif á álverð,“ segir Gunnar. Frá álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Mynd/Stöð 2. Þrjú álver eru hérlendis. ÍSAL í Straumsvík reis fyrst, síðan álver Norðuráls á Grundartanga en Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði er yngst. En hvað þýðir svona verðhækkun fyrir íslenskan efnahag? „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. Álframleiðsla er auðvitað stór hluti af íslensku efnahagslífi þannig að þetta hefur jákvæð áhrif á okkur öll,“ svarar stjórnarformaður samtaka álframleiðenda. Þessi mikla hækkun hefur bein áhrif á tekjur Landsvirkjunar en 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins er beintengd heimsmarkaðsverði á áli, samkvæmt upplýsingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, í dag. Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirðivísir/valli Gunnar, sem sjálfur stýrir Norðuráli á Grundartanga, segir erfitt að spá um hvort verðhækkunin haldist. „En hins vegar erum við bjartsýn á það að eftirspurn eftir áli mun halda áfram að aukast. Þegar hagvöxtur eykst þá eykst eftirspurn eftir rafbílum og flugvélum og það eru jú vörur sem ál er notað í að stórum hluta.“ Gunnar Guðlaugsson var ráðinn forstjóri Norðuráls vorið 2019 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu í áratug.Arnar Halldórsson Hann segir áliðnaðinn mikilvæga stoð í íslensku efnahagslífi. „Það hefur sýnt sig, bæði í gegnum þessa kreppu og fyrri kreppur, að þetta er kannski sú stoð sem svona aðrar kreppur hafa minni áhrif á. Og við höfum haldið uppi atvinnu og framleiðslu í gegnum þessa kreppu,“ segir stjórnarformaður Samáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Tengdar fréttir Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Norðurál óskar eftir því að trúnaði verði aflétt af samningum Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga hefur nú óskað eftir því við orkusala sína að trúnaði verði aflétt af langtíma orkusölusamningum. 13. nóvember 2020 12:45
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07