„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2021 20:00 Margir framhaldsskólanemar mættu aftur í skólann í dag í fyrsta sinn síðan í október. Nemendur í Verzlunarskóla Íslands voru sáttir með að vera mættir í skólann á nýju ári. Vísir/Egill Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu." Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu."
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26