„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2021 20:00 Margir framhaldsskólanemar mættu aftur í skólann í dag í fyrsta sinn síðan í október. Nemendur í Verzlunarskóla Íslands voru sáttir með að vera mættir í skólann á nýju ári. Vísir/Egill Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu." Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu."
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26