Mourinho sammála því að leikurinn í kvöld sé sá mikilvægasti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 14:00 Jose Mourinho hefur unnið marga titla á sínum stjóraferli en hann á enn eftir að vinna titil sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur. AP/Andy Rain Tottenham getur tryggt sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins með sigri á b-deildarliði Brentford í kvöld. Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Jose Mourinho tók við sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember 2019 og vonast nú til að hjálpa Tottenham að vinna sinn fyrsta titil síðan árið 2008. Tottenham er komið í undanúrslit enska deildabikarsins og er því aðeins tveimur leikjum frá því að vinna sinn fyrsta titil síðan félagið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 24. febrúar 2008. Jonathan Woodgate skoraði þá sigurmarkið í framlengingu. „Þegar meira en áratugur er liðinn frá titli þá verður hver keppni enn mikilvægari. Ef við vinnum tvo leiki til viðbótar þá fáum við bikar,“ sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins. "The club has been chasing silverware for many years, I would say so" Jose Mourinho says Tuesday's Carabao Cup semi-final is his biggest game since being appointed Tottenham head coach pic.twitter.com/njk3TgQlXI— Football Daily (@footballdaily) January 4, 2021 Mourinho var spurður hvort að undanúrslitaleikurinn í kvöld væri sá mikilvægasti síðan hann settist í stjórastólinn hjá Tottenham. „Þegar við miðum við það að félagið hefur verið að eltast við bikar svo lengi þá myndi ég segja það,“ sagði Mourinho. „Auðvitað höfum við spilað fullt af mikilvægum leikjum. Á síðasta tímabili áttum við leik hjá Crystal Palace sem gat tryggt okkur sæti í Evrópudeildinni,“ sagði Mourinho. „Leikurinn á móti Leeds á laugardaginn var mjög mikilvægur af því að við höfum ekki unnið í nokkrum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Ég segi samt alltaf að undanúrslitaleikur sé mikilvægur leikur. Eini leikurinn sem er mikilvægari en hann er sjálfur úrslitaleikurinn,“ sagði Jose Mourinho. Komist Tottenham í úrslitaleikinn þá mætir liðið þar annað hvort Manchester City eða Manchester United. „Þetta verða tveir erfiðir leikir auðvitað en við vinnum þá fáum við bikar. Það yrði mjög gott mál fyrir bæði félagið og leikmennina,“ sagði Mourinho. "It's not about me, it's about my club, it's about the players who want trophies and the fans who want trophies."Jose Mourinho on the ambition Tottenham have ahead of their Carabao Cup semi-final against Brentford pic.twitter.com/DdvndkIagt— Football Daily (@footballdaily) January 5, 2021 „Þetta snýst um mitt félag og um leikmenn sem vilja vinna bikara. Þetta snýst um stuðningsmennina sem vilja bikara. Þessi bikar er í boði ef við við vinnum tvo leiki í viðbót,“ sagði Mourinho. „Auðvitað verða þetta erfiðir mótherjar en við þurfum bara tvo sigurleiki. Við horfum nú á þennan undanúrslitaleik þar sem við berum virðingu fyrir mótherjum okkar sem hafa þegar slegið góð úrvalsdeildarfélög úr keppni,“ sagði Jose Mourinho. Brentford hefur unnið fjögur úrvalsdeildarfélög á leið sinni í undanúrslitin eða Southampton, West Bromwich Albion, Fulham og Newcastle United. Leikur Tottenham Hotspur og Brentford hefst klukkan 19.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 17.35. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira