Viðspyrna okkar allra 2021 Þórir Garðarsson skrifar 5. janúar 2021 10:00 Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun