Það hafa því ekki verið margar jákvæðar fréttir af liðinu og ekki komu þær í dag er myndir af bíl framherjans Lys Mousset birtust á netinu þar sem mátti sjá bílinn gjöreyðilagðann.
Mousset ekur um á Lamborghini en lögreglan í Sheffield tilkynnti í dag að þeir hefðu handtekið tvo menn á þrítugsaldri í morgun vegna ölvunaraksturs.
Þar sagði einnig að lögreglan hefði lagt hald á Lamborghini bíl sem hafði klesst á bifreiðir í grenndinni en ekki er vitað hvort að Mousset var að keyra bílinn er atvikið átti sér stað.
Sheffield tilkynnti svo í dag að félagið hefði hafið rannsókn á því hvað hefði átt sér stað en Mousset, sem er 24 ára, gekk í raðir Sheffield frá Bournemouth í júlí á síðasta ári.
Sheffield United are investigating images on social media which appear to show Lys Mousset's crashed Lamborghini.
— BBC Sport (@BBCSport) January 4, 2021
https://t.co/UX8jZ6XuTL pic.twitter.com/NCx7avDJrC