„Hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að tala um þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2021 07:01 Baldvin Z er einn færasti leikstjóri landsins. Stjörnuleikstjórinn Baldvin Z hefur vakið mikla athygli fyrir störf sín í kvikmyndabransanum síðustu ár og leikstýrt kvikmyndum á borð við Óróa, Vonarstræti, Lof mér að falla og fleiri myndir sem eru orðnar íslensk klassík nú þegar og þar að auki hefur hann dýft tánum í fleira, stuttmyndagerð, sjónvarpsþætti og heimildamyndagerð. Hann er einn eiganda Glassriver sem framleiðir sjónvarpsefni í samvinnu við þá sem gera hlutina best. Baldvin ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarði hans en hann er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur í stórum systkinahópi og missti móður sína úr krabbameini þegar hann var ungur. Í þættinum fer Baldvin í gegnum lífshlaupið sem hefur verið bæði stórkostlegt en einnig erfitt. Baldvin ræðir um skelfilegan atburð í hlaðvarpinu þegar hann var misnotaður kynferðislega af nágranna sínum í kringum sex eða sjö ára aldurinn. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að tala um þetta en Vonarstræti var í raun mynd sem var byggð á fjölskyldunni minni að hluta til,“ segir Baldvin Z og heldur áfram. „Ég er alinn upp við það að afi minn hafði gerst brotlegur gegn börnum. Það litar líka æskuna mína að alast upp við það, svona fjölskyldusprengingu og ég þekkti ekkert stóra hluta fjölskyldunnar mömmu megin út af sprengingu sem varð innan fjölskyldunnar hjá afa. Svo hafði ég sjálfur lent í nágranna þegar ég er krakki og ég byrgi það inni út af fjölskyldumálinu.“ Hann segir að þessir tveir atburðir hafi haft gríðarleg áhrif á hans unglingsár og alveg í raun þar til að hann kynnist konunni sinni. Veist ekki hvað er rétt eða rangt „Þú ert það ungur þegar þetta gerist að þú veist ekki almennilega hvort þetta sér rangt eða rétt en það er eitthvað sem gerir það að verkum að ég næ einhvern veginn að loka og slaufa þessu í mjög langan tíma. Það er ekki fyrir en maður fer sjálfur að skoða þessa hluti í lífinu að maður áttar sig á því að hér sé ekki allt með feldu. Við vorum fleiri strákar sem lentu í þessum gæja og ég hef bara talað við einn þeirra um þetta.“ Hann segir að ástæðan fyrir því að Baldvin sækir efni úr eigin lífi í hans kvikmyndum sé að hann vilji varpa ljósi á hluti sem stundum er ekki talað um. Í hlaðvarpinu talar Baldvin einnig um kynhneigð sína og að hann hafi lengi hugsað um það hvort hann væri samkynhneigður en á sínum tíma kyssti hann besta vin sinn sem hafði þá nýlega komið út úr skápnum. Baldvin á í dag eiginkonu. „Ég fór í gegnum hluti sem voru í raun uppsprettan af því að ég geri Óróa sem fjallar um strák sem er að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður. Ég velti þessu fyrir sér fljótlega eftir að besti vinur minn kom út úr skápnum og ég bara frábært, þetta er frábært og þú ert búinn að finna þig og við bara enduðum í sleik. Það var bara í raun ég að segja, ég elska þig, alveg sama hvað. Svo seinna fer ég að velta þessu fyrir mér, hvað með mig? Af hverju er alltaf allt svona skrýtið hjá mér. Hlutirnir bara gengu ekki upp hjá mér og allskonar tilfinningar sem ég bara skildi ekki. Þá þurfti ég bara að vinna úr þessu öllu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Hann er einn eiganda Glassriver sem framleiðir sjónvarpsefni í samvinnu við þá sem gera hlutina best. Baldvin ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarði hans en hann er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur í stórum systkinahópi og missti móður sína úr krabbameini þegar hann var ungur. Í þættinum fer Baldvin í gegnum lífshlaupið sem hefur verið bæði stórkostlegt en einnig erfitt. Baldvin ræðir um skelfilegan atburð í hlaðvarpinu þegar hann var misnotaður kynferðislega af nágranna sínum í kringum sex eða sjö ára aldurinn. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að tala um þetta en Vonarstræti var í raun mynd sem var byggð á fjölskyldunni minni að hluta til,“ segir Baldvin Z og heldur áfram. „Ég er alinn upp við það að afi minn hafði gerst brotlegur gegn börnum. Það litar líka æskuna mína að alast upp við það, svona fjölskyldusprengingu og ég þekkti ekkert stóra hluta fjölskyldunnar mömmu megin út af sprengingu sem varð innan fjölskyldunnar hjá afa. Svo hafði ég sjálfur lent í nágranna þegar ég er krakki og ég byrgi það inni út af fjölskyldumálinu.“ Hann segir að þessir tveir atburðir hafi haft gríðarleg áhrif á hans unglingsár og alveg í raun þar til að hann kynnist konunni sinni. Veist ekki hvað er rétt eða rangt „Þú ert það ungur þegar þetta gerist að þú veist ekki almennilega hvort þetta sér rangt eða rétt en það er eitthvað sem gerir það að verkum að ég næ einhvern veginn að loka og slaufa þessu í mjög langan tíma. Það er ekki fyrir en maður fer sjálfur að skoða þessa hluti í lífinu að maður áttar sig á því að hér sé ekki allt með feldu. Við vorum fleiri strákar sem lentu í þessum gæja og ég hef bara talað við einn þeirra um þetta.“ Hann segir að ástæðan fyrir því að Baldvin sækir efni úr eigin lífi í hans kvikmyndum sé að hann vilji varpa ljósi á hluti sem stundum er ekki talað um. Í hlaðvarpinu talar Baldvin einnig um kynhneigð sína og að hann hafi lengi hugsað um það hvort hann væri samkynhneigður en á sínum tíma kyssti hann besta vin sinn sem hafði þá nýlega komið út úr skápnum. Baldvin á í dag eiginkonu. „Ég fór í gegnum hluti sem voru í raun uppsprettan af því að ég geri Óróa sem fjallar um strák sem er að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður. Ég velti þessu fyrir sér fljótlega eftir að besti vinur minn kom út úr skápnum og ég bara frábært, þetta er frábært og þú ert búinn að finna þig og við bara enduðum í sleik. Það var bara í raun ég að segja, ég elska þig, alveg sama hvað. Svo seinna fer ég að velta þessu fyrir mér, hvað með mig? Af hverju er alltaf allt svona skrýtið hjá mér. Hlutirnir bara gengu ekki upp hjá mér og allskonar tilfinningar sem ég bara skildi ekki. Þá þurfti ég bara að vinna úr þessu öllu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira