Lampard með versta árangur stjóra Chelsea síðan Abramovich eignaðist félagið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 12:00 Frank Lampard hefur um nóg að hugsa þessa dagana. getty/Andy Rain Frá því Roman Abramovich eignaðist Chelsea sumarið 2003 hefur enginn knattspyrnustjóri liðsins verið með færri stig að meðaltali í leik en Frank Lampard. Chelsea tapaði 1-3 fyrir Manchester City í gær og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er í 8. sæti en dettur niður í það níunda ef Southampton vinnur Liverpool í kvöld. Eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum hefur pressan á Lampard aukist enda hefur Abramovich ekki verið feiminn við að reka stjóra síðan hann keypti Chelsea fyrir bráðum átján árum. Og stjóra sem voru með mun betri árangur og flottari ferilskrá en Lampard. Síðan Lampard tók við Chelsea sumarið 2019 hefur liðið náð í 1,67 stig að meðaltali í leik. Það er lægsti stigafjöldi hjá stjóra Chelsea frá því Abramovich eignaðist félagið. André Villas-Boas er með næstversta árangurinn, eða 1,70 stig að meðaltali í leik. Þar á undan koma Claudio Ranieri með 1,82 stig og Roberto Di Matteo með 1,83 stig. Sá síðastnefndi gerði Chelsea að Evrópu- og bikarmeisturum 2012. Avram Grant er með besta árangurinn, eða 2,31 stig að meðaltali í leik. Sá árangur var þó ekki nógu góður til að halda honum í starfi. Grant stýrði Chelsea stærstan hluta tímabilsins 2007-08. Liðið endaði þá í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og deildabikarnum. Frank Lampard is now statistically the worst Chelsea manager under Roman Abramovich... #CHEMCI pic.twitter.com/oWQzz45UX9— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) January 3, 2021 Næsti leikur Chelsea er gegn Morecambe í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Chelsea mætir Fulham í næsta deildarleik sínum 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Chelsea tapaði 1-3 fyrir Manchester City í gær og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er í 8. sæti en dettur niður í það níunda ef Southampton vinnur Liverpool í kvöld. Eftir rýra uppskeru í síðustu leikjum hefur pressan á Lampard aukist enda hefur Abramovich ekki verið feiminn við að reka stjóra síðan hann keypti Chelsea fyrir bráðum átján árum. Og stjóra sem voru með mun betri árangur og flottari ferilskrá en Lampard. Síðan Lampard tók við Chelsea sumarið 2019 hefur liðið náð í 1,67 stig að meðaltali í leik. Það er lægsti stigafjöldi hjá stjóra Chelsea frá því Abramovich eignaðist félagið. André Villas-Boas er með næstversta árangurinn, eða 1,70 stig að meðaltali í leik. Þar á undan koma Claudio Ranieri með 1,82 stig og Roberto Di Matteo með 1,83 stig. Sá síðastnefndi gerði Chelsea að Evrópu- og bikarmeisturum 2012. Avram Grant er með besta árangurinn, eða 2,31 stig að meðaltali í leik. Sá árangur var þó ekki nógu góður til að halda honum í starfi. Grant stýrði Chelsea stærstan hluta tímabilsins 2007-08. Liðið endaði þá í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og deildabikarnum. Frank Lampard is now statistically the worst Chelsea manager under Roman Abramovich... #CHEMCI pic.twitter.com/oWQzz45UX9— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) January 3, 2021 Næsti leikur Chelsea er gegn Morecambe í 3. umferð ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn. Chelsea mætir Fulham í næsta deildarleik sínum 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira