Heimsmeistari sex árum eftir að hann hætti í ruðningi og byrjaði í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 08:31 Gerwyn Price með Sid Waddell bikarinn. getty/Luke Walker Aðeins sex ár eru síðan nýkrýndi heimsmeistarinn Gerwyn Price hætti að spila ruðning og byrjaði að keppa í pílukasti. Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Wales Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira
Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Wales Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sjá meira