Segir bólusetninguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir bráðamóttökuna Atli Ísleifsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2021 12:31 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðamóttöku Landsspítala. Vísir/Sigurjón Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir það mjög ánægjulegt og hafa gríðarlega þýðingu fyrir deildina að byrjað sé að bólusetja starfsmenn. Hann segir starfsmenn varla hafa fundið fyrir nokkrum aukaverkunum af fyrri bólusetningunni. Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Byrjað var að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu gegn Covid-19 milli jóla og nýárs. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans, leggur áherslu á það sé ekki fyrr en eftir seinni bólusetningu að þremur vikum liðnum, og svo þá viku sem tekur fyrir bóluefni að virka, sem efnið virkilega veitir starfsfólkinu öfluga vörn. Það sé hins vegar mjög ánægjulegt að ferlið sé farið af stað. „Það hafa hins vegar komið í kringum fimmtíu þúsund manns á bráðamóttökuna frá því að Covid byrjaði á Íslandi í febrúar. Við höfum sem betur fer ekki fengið upp neina sýkingu sem við getum rakið til vinnu hér á bráðamóttöku og erum afskaplega ánægð með það. Afskaplega stolt með að starfsfólkið hafi náð að fylgja sóttvörnum svona vel,“ segir Jón Magnús. Allir þegið bólusetningu nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til Jón Magnús segir alla starfsmenn hafa þegið bólusetninguna nema þeir sem hafi góða og gilda ástæðu til, hvort sem það eigi þá við um konur sem séu barnhafandi eða með barn á brjósti, eða þá einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Hann segir starfsfólk ekki hafa verið hrætt að taka bóluefnið þó að það sé nýtt af nálinni og að það hafi ekki fundið fyrir miklum aukaverkunum. „Aukaverkanir eru bara mjög svipaðar og að fara í aðrar bólusetningar. Það eru aðeins eymsli á stungustað en það er allt og sumt,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir „Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
„Hillir undir það að þetta muni klárast“ Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. 2. janúar 2021 12:12