„Gríðarlegt afrek hjá frábæru lýðræðisríki og góðum vin Bandaríkjanna. Við hlökkum öll til þess að sjá veröld án Covid-19,“ stendur í færslunni.
Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu.