Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryk yfir heilsuverndarmörkum í gær. 

Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum.

Níu er enn saknað eftir leirskriðuna sem féll í norska bænum Ask norðaustur af höfuðborginni Osló í síðustu viku.

Enginn greindist með covid-19 innanlands síðasta sólarhringinn enda var engin skipulögð sýnataka í gær, nýársdag. Enginn greindist heldur með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum. Viðbúið er að nýjar tölur yfir fjölda smitaðra muni liggja fyrir á morgun.

Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hlusta má á hér að neðan í beinni útsendingu á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×