Svifryksmengun mældist þrefalt yfir heilsuverndarmörkum í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2021 12:45 Þorsteinn Jóhannsson. Vísir Allar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu nema ein mældu svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í gær. Mikinn reykjarmökk lagði yfir höfuðborgarsvæðið vegna flugelda og mældist hæsta gildið þrefalt yfir mörkum. Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn. Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Þetta kemur fram í sólarhringstölum sem Umhverfisstofnun tók saman. Þorsteinn Jóhansson er sérfræðingur hjá stofnuninni. „Það voru flestar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem fóru vel yfir. Hæsta gildið var í Húsdýragarði eða 165 µg/m³ þar sem heilsuverndarmörkin eru 50 µg/m³ og það er rúmlega þrefalt yfir. Allar stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu nema Norðurhella í Hafnarfirði sem er aðeins vestar við byggðina. Við tókum líka saman fyrir Akureyri og þar var það vel undir mörkum eða 21,6 µg/m³,“ sagði Þorsteinn. 165 µg/m³ er nokkuð há tala, hafið þið séð svona tölur áður? „Já við höfum nú séð svona áður en þetta er með því hæsta sem gerist. Þetta er rúmlega þrefalt yfir heilsuverndarmörkum þannig að þetta er mjög hátt.“ Mæld voru 132 µg/m³ við Dalasmára í Kópavogi í gær og 100 µg/m³ við Vesturbæjarlaug í Reykjavík. Mælingar sýna að stór hluti svifryksins er fínt eða Pm1 sem hefur meiri áhrif á heilsu en grófara vegryk sem kemur t.d. af slitnu malbiki. Þorsteinn segir að mestu áhrifin séu fokin burt. „Þetta fór burt með vindinum og að grunni til er þetta ekki mikið af hættulegum efnum. Þetta eru mikið til kolefnisryk. Það er bannað að bæta við þungmálmum í dag eins og blýi sem var gert áður til að ná fram ákveðnum litum. Þannig að þetta er ekki mikið af þungmálmum eins og áður var. Þetta þynnist en öllu svifryki er óæskilegt að anda að sér,“ sagði Þorsteinn. Svifrykið hafi þó verið sjáanlegt í gær. „Grófasti hlutinn af þessu ryki hann sest niður og maður sá það á bílunum hér á nýársdagsmorgun. Það var grá jafnvel brúnleit sótslykja á þeim og það er út af því að í mörgum vörum er leir. Í stóru bombunum er leir þannig það eru vissulega sjónræn áhrif. Svo er rusl í umhverfinu úti um allan bæ,“ sagði Þorsteinn.
Áramót Umhverfismál Flugeldar Tengdar fréttir Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. 1. janúar 2021 08:46
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20