Hann reyndist hetja West Ham í 0-1 sigri á Everton á Goodison Park í dag og var gripinn í viðtal í leikslok.
„Þetta er stór sigur fyrir okkur. Við erum mjög ánægðir með að byrja nýja árið svona. Það er mjög mikilvægt. Vonandi getum við haldið þessu áfram,“ segir Soucek.
„Þeir voru meira með boltann en við vorum duglegri að skapa færi. Við sýndum góðan anda og vorum að leita að sigrinum allan tímann. Það skilaði okkur þessum sigri á endanum.“
Þessi 25 ára gamli Tékki gekk í raðir West Ham undir lok janúar á síðasta ári og er í fyrsta skiptið á ferlinum að spila yfir hátíðarnar.
„Þetta er í fyrsta skiptið á ferlinum sem ég er að spila fótbolta um jólin. Vanalega er ég í þriggja vikna fríi og háma í mig kartöflusalat og flögur. Ég elska að spila fótbolta yfir jólin þó þetta hafi verið erfiðir leikir fyrir okkur,“ segir Soucek.
"It was hard for me, normally I have three weeks off and eat a lot of potato salad in the Czech Republic!"
— Football on BT Sport (@btsportfootball) January 1, 2021
The crazy Christmas schedule was new for Tomas Soucek but he adapted and came up huge for @WestHam!
@TheQuirkmeister pic.twitter.com/5NpB6LcsoV