Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. janúar 2021 19:03 Ýmsar skattabreytingar taka gildi í dag, 1. janúar. Vísir/vilhelm Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Farið er yfir breytingarnar í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í gær. Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17 prósent í grunnþrepi og 23,5 prósent í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Breytingar milli ára má sjá hér fyrir neðan. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðum foreldrum hækka úr 325 þúsund kr. á mánuði í 351 þúsund kr. á mánuði. „Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 365.040 kr. í mánaðarlaun,“ segir í tilkynningu. Hjá fólki í sambúð hækka neðri skerðingarmörk barnabóta úr 650 þúsund kr. á mánuði í 702 þúsund kr. Efri skerðingarmörk haldast óbreytt við 5,5 m.kr. á ári hjá einstæðum foreldrum og 11,0 m.kr. hjá sambúðarfólki. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9 prósent í 4,65 prósent. Aðgerðin er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35 prósent í 6,10 prósent. Krónutölugjöld hækka um 2,5 prósent um áramótin en eru þó sögð lækka að raungildi í tilkynningu ráðuneytisins. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2020 og 2021 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Breytingarnar eru nánar útlistaðar, auk fleiri skattabreytinga, í tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem nálgast má hér. Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Farið er yfir breytingarnar í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem birt var í gær. Síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga tekur gildi nú um áramótin. Þessi seinni áfangi felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 prósentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Nýju skattprósenturnar verða því 17 prósent í grunnþrepi og 23,5 prósent í miðþrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga. Breytingar milli ára má sjá hér fyrir neðan. Skerðingarmörk barnabóta hjá einstæðum foreldrum hækka úr 325 þúsund kr. á mánuði í 351 þúsund kr. á mánuði. „Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 365.040 kr. í mánaðarlaun,“ segir í tilkynningu. Hjá fólki í sambúð hækka neðri skerðingarmörk barnabóta úr 650 þúsund kr. á mánuði í 702 þúsund kr. Efri skerðingarmörk haldast óbreytt við 5,5 m.kr. á ári hjá einstæðum foreldrum og 11,0 m.kr. hjá sambúðarfólki. Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9 prósent í 4,65 prósent. Aðgerðin er tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónaveirunnar. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,35 prósent í 6,10 prósent. Krónutölugjöld hækka um 2,5 prósent um áramótin en eru þó sögð lækka að raungildi í tilkynningu ráðuneytisins. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2020 og 2021 eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Breytingarnar eru nánar útlistaðar, auk fleiri skattabreytinga, í tilkynningu fjármálaráðuneytisins sem nálgast má hér.
Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira