Farið var í 66 sjúkraflutninga og átján útköll á dælubílum, sem er talsvert meiri fjöldi slíkra útkalla en á venjulegri nóttu.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var þó ekki um nein stórútköll að ræða, þó erillinn hafi sannarlega verið mikill. Smáeldar í ruslatunnum og gámum, vatnslekar og reykræsting voru meðal verkefna slökkviliðs. Þá fluttu sjúkraflutningamenn þrjá einstaklinga sem slasast höfðu við meðferð flugelda á bráðamóttöku.
Meðal þess sem slökkviliðið þurfti að fást við í nótt var eldur í gámum við leikskólann Arnarborg við Maríubakka í Breiðholti. Kveikt hafði verið í gámunum og talsverður eldur kom upp.
