Á Stöð 2 Sport er Steve Hátíðar Dagskrá – árið í máli & myndum endursýnt klukkan 09.00. Þar á eftir er Sportið í dag: Annáll endursýndur. Fyrst innlendur og svo erlendur. Þá verður Lið áratugarins endursýnt í einum rykk frá 16.30 til 19.30.
Stöð 2 Sport 2
Það er sannkallaður sex stiga leikur á dagskrá í ensku B-deildinni er Sheffield Wednesday tekur á móti Derby County. Wayne Rooney hefur snúið gengi Derby við síðan hann tók við liðinu og virðist liðið ætla að halda sæti sínu í deildinni. Wednesday rak Tony Pulis nýverið og er sem stendur án þjálfara. Liðið vann Middlesborough 2-1 án þjálfara á dögunum og stefnir á hið sama í dag.
Leikurinn hefst klukkan 17.25.
Stöð 2 Sport 3
HM í pílukasti heldur áfram. Fyrri útsending dagsins er frá 12.00 til 16.15 og sú síðari frá 18.00 til 22.15.