Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 13:00 Siglufjarðarvegur tengir saman Siglufjörð og Fljótin í gegnum Strákagöng. Vísir „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan. Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan.
Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira