Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 13:00 Siglufjarðarvegur tengir saman Siglufjörð og Fljótin í gegnum Strákagöng. Vísir „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan. Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
„Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í vikunni sem vakið hafa talsverða athygli. Á myndunum, sem sjá má hér á vef Trölla.is, má sjá að smám saman virðist landið vera að síga undan veginum, og ekki má miklu muna á köflum að sigið grafi undan veginum. Vegurinn tengir saman Siglufjörð og Fljótin, í gegnum næstelstu jarðgöng landsins, Strákagöng. Haukur segir að Vegagerðin fylgist grannt með ástandi Siglufjarðarvegs og að nýjasta skarðið, sem sjá má lengst til hægri á myndinni hér fyrir neðan, hafi myndast í miklu vatnsveðri árið 2015, önnur skörð séu eldri. „Þetta er búið að vera svona ég veit ekki hvað lengi. Þetta er tekið í noktun 1967 og þá er veginum bara tyllt þarna í hlíðina. Þetta eru náttúrulega skuggalegar aðstæður. Það vita allir sem nota þennan veg. Það er bratt þarna fram af, það er þarna vegrið og það hefur verið á brúninni alla tíð,“ sagði Haukur í Bítinu í morgun. Ekkert pláss til að færa veginn Þeir sem hafa ekið um Siglufjarðarveg vita að vegurinn er ekki í sérstöku ásigkomulagi, enda er jarðvegurinn undir honum ef til vill ekki sá hentugasti. Þannig er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánaskriðum og Almenningi. Segir Haukur að afar vel sé fylgst með veginum. „Hann er eins og trampolín, það er rétt. Bæði eru okkar menn að fara þarna reglulega og svo erum við með verktaka á Siglufirði sem þekkir þetta mjög vel. Þeir eru þarna nærri daglega að fylgjast með þessi fyrir okkur,“ segir Haukur. Lítið er þó hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til þess að færa hann. Verið er að skoða hvort að jarðgöng úr botni Hólsdals í Siglufirði yfir í Fljótin, geti leyst Strákagöng og Siglufjarðarveg af hólmi. „Það er akkúrat það sem er í frumathugun. Það er það eina sem getur leyst þetta. Það er ekkert vegstæði þarna, við getum lítið breytt þessu vegstæði eins og þið sjáið. Það er ekkert pláss til þess.“ Um 5,2 kílómetra löng göng yrði að ræða en Vegagerðin hefur unnið skýrslu um göngin, sem lesa má hér. Hlusta má á viðtalið við Hauk hér að neðan.
Fjallabyggð Skagafjörður Samgöngur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira