Sjaldséð náttúruundur kætir strandgesti í Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 23:19 Mögnuð ljósadýrð. AP/Mark J. Terrill Óvenjulegur öldugangur hefur undanfarna daga glatt strandgesti og brimbrettakappa í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrirbæri sem lætur á sér kræla á nokkurra ára fresti meðfram strandlengjunni, nefnilega sjálflýsandi öldur. Fjallað er um málið í breska dagblaðinu Guardian í kvöld. Blaðið hefur eftir íbúum á svæðinu að ljósadýrðin sé einkar glæsileg í ár. Það megi e.t.v. rekja til mikilla rigninga, sem stuðli að miklum þörungablóma í hafi. Brimbrettakappi klýfur sjálflýsandi ölduna á Newport-strönd.AP/Mark J. Terrill Hin draumkennda, bláa lýsing í hafinu, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, er enda af völdum plöntusvifa sem blómgast um þetta leyti, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Svifin safnast saman á yfirborði sjávar að degi til og gefa vatninu brúnan blæ en þegar dimmir verða þau nær sjálflýsandi. Strandgestir virða fyrir sér ölduganginn á Dockweiler-ströndinni í Los Angeles í síðustu viku.Vísir/AP Hið sjaldséða náttúruundur er strandgestum mörgum eflaust sérstaklega kærkomið í ár. Baðstrandir í Kaliforníu hafa víðast hvar verið lokaðar vegna faraldurs kórónuveiru, sem leikið hefur Bandaríkin grátt undanfarna mánuði. Ráðamenn hafa nú smám saman verið að opna strandirnar almenningi á nýjan leik. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Óvenjulegur öldugangur hefur undanfarna daga glatt strandgesti og brimbrettakappa í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrirbæri sem lætur á sér kræla á nokkurra ára fresti meðfram strandlengjunni, nefnilega sjálflýsandi öldur. Fjallað er um málið í breska dagblaðinu Guardian í kvöld. Blaðið hefur eftir íbúum á svæðinu að ljósadýrðin sé einkar glæsileg í ár. Það megi e.t.v. rekja til mikilla rigninga, sem stuðli að miklum þörungablóma í hafi. Brimbrettakappi klýfur sjálflýsandi ölduna á Newport-strönd.AP/Mark J. Terrill Hin draumkennda, bláa lýsing í hafinu, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, er enda af völdum plöntusvifa sem blómgast um þetta leyti, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Svifin safnast saman á yfirborði sjávar að degi til og gefa vatninu brúnan blæ en þegar dimmir verða þau nær sjálflýsandi. Strandgestir virða fyrir sér ölduganginn á Dockweiler-ströndinni í Los Angeles í síðustu viku.Vísir/AP Hið sjaldséða náttúruundur er strandgestum mörgum eflaust sérstaklega kærkomið í ár. Baðstrandir í Kaliforníu hafa víðast hvar verið lokaðar vegna faraldurs kórónuveiru, sem leikið hefur Bandaríkin grátt undanfarna mánuði. Ráðamenn hafa nú smám saman verið að opna strandirnar almenningi á nýjan leik.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira