Veðurbarinn Rúnar: „Æfingar eins og þegar ég var ungur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 23:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira
Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira