Ekki hósta! Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:00 Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar