Þríeykið skoðaði aðstæður á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 15:55 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sést hér sitja í efrideildarsal þingsins. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést í gættinni sem leiðir inn í þingsal. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma. Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira