Borðaði tíu þúsund hitaeiningar á dag: „Þetta tekur rosalega á líkamann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2020 13:29 Hafþór og Rikki G í hljóðveri FM957 í morgun. Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan. Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
Kraftlyftingarkappinn Hafþór Júlíus Björnsson setti heimsmet í réttstöðulyftu á laugardaginn þegar hann lyfti litlum 501 kílói en lyftan fór fram í aðstöðu Hafþórs Júlíusar í Kópavogi. Sýnt var beint frá viðburðinum á Stöð 2 Sport og víðsvegar um heiminn. Talið er að margar milljónir hafi horft á heimsmet aflraunamannsins. Hafþór var gestur í Brennslunni á FM957 í morgun. „Ég er búinn að vera æfa stíft síðastliðin tíu ár og hef verið að hugsa um þetta í svona tuttugu vikur,“ segir Hafþór. „Í millitíðinni tók ég þátt í einu móti, Arnold Classic, og vann það. Þá var ég samt að byggja upp réttstöðustyrkinn minn. Ég ætlaði að slá þetta met í Barhein en því móti var frestað út af þessu ástandi í dag.“ Hafþór Júlíus fer í hringinn í Las Vegas árið 2021. Áður var hans besti árangur í réttstöðulyftu 480 kíló. Metið var áður slétt 500 kíló. „Ég hefði getað lyft meira en ég var bara sáttur við þetta. Þetta sló metið og ég þurfti ekki að lyfta meiru. Þetta tekur rosalega á líkamann og það er mikil áhætta í leiðinni. Þú getur auðveldlega meiðst. Það voru margir sem höfðu trú á mér en síðan rosalega margir sem sögðu að ég gæti þetta ekki.“ Hann segir að í undirbúningi fyrir svona lyftu þarf hann að einangra sig mikið. „Æfingar eru í raun það létta við þetta. Svo er þetta mikill matur og ég er að borða tíu þúsund kalóríur á dag, sem er slatti. Og ég er að borða alveg frá því að ég vakna þar til að ég fer að sofa. Mér líður alveg mjög vel eftir þetta. Auðvitað er maður svolítið lemstraður eftir þetta, þetta tók á. En enginn meiðsli og núna þarf ég að minnka kalóríumagnið. Ég er nýbúinn að skrifa undir samning og er að fara í boxhringinn við Eddie Hall,“ segir Hafþór en Hall átti heimsmetið í réttstöðulyftu á undan Hafþóri. 500 kíló. „Þetta er staðfest, Las Vegas 2021. Þetta verður gaman og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Hann hefur eitthvað boxað hef ég heyrt en ég hef ekki gert það en er mikill íþróttamaður og hef mikinn aga. Ég byrjaði hnefaleika í gær, bara svona tækni. Ég er mjög stór og mikill og þarf að létta mig mikið fyrir þetta og það mun ég gera,“ segir Hafþór og bætir við að það sé jafnvel í pípunum að hann taki að sér fleiri hlutverk á skjánum en aflraunamaðurinn lék í nokkur ár í þáttunum vinsælu Game Of Thrones. Hafþór var einnig tekinn í smá yfirheyrslu og má heyra það hér að neðan.
Aflraunir Tengdar fréttir Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15 Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. 3. maí 2020 10:15
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14