Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Nýbýlavegi sem varð eftir klukkan átta í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er þó ekki talið að fólkið sé með mikla áverka heldur blésu loftpúðar út og þá er vissara að athugað sé með líðan á spítala.
Þeir sem fluttir voru á slysadeild voru ökumaður og farþegi í einum bílnum en í hinum tveimur bílunum voru ökumennirnir einir á ferð.
Vinnu slökkviliðs er lokið á vettvangi en lögregla hefur umsjón með að fjarlægja bílana sem lentu í árekstrinum.
Fréttin var uppfærð kl. 08:53.