Gjaldþrota ef ekki verður byrjað að spila í Danmörku fyrir sumarfrí Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Pal Alexander Kirkevold, framherji Hobro, í leik gegn AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí. Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Hobro verður gjaldþrota ef boltinn í dönsku úrvalsdeildinni byrjar ekki að rúlla fyrir sumarfrí. Þetta staðfseti Lars Kühnel, stjórnarformaður félagsins, í samtali við Nordjyske. Hobro er eitt margra félaga í Danmörku og í allri Evrópu sem berst í bökkum á tímum kórónuveirunnar. Félagið hafði áður viðrað fjárhagslegar áhyggjur sínar vegna veirunnar en ekki eins alvarlega og nú. „Við verðum gjaldþrota ef við byrjum ekki að spila aftur. Tilvist okkar ræðst á því að forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, gefur grænt ljós á að úrvalsdeildin fari aftur af stað fyrir sumarið,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hobro-formand: Vi går konkurs uden Superliga-genstart https://t.co/cT9zeyM5Vl pic.twitter.com/s1U44qR0Z1— JP Sport (@sportenJP) May 3, 2020 Það er þá helst peningur frá sjónvarpssamningi sem Hobro saknar þessa daganna en rétthafinn í Danmörku hefur greint frá því að hann muni ekki borga samninginn til fulls verði tímabilið ekki klárað í Danmörku. Kühnel segir að félagið gæti lifað af án áhorfenda því sjónvarpssamningur skilar mestu í kassann. Hobro er í 12. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, af fjórtán liðum, og er því einnig í bullandi fallbaráttu en liðið myndi þar af leiðandi berjast fyrir sæti sínu í deildinni fari boltinn aftur að rúlla. „Þetta er mjög óvænt,“ sagði framherji félagsins, Mads Hvilsom. „Það er skelfilegt ef félagið er í þeirri stöðu að það getur orðið gjaldþrota. Við vissum það fáir að þetta væri staðan og hún væri svo slæm. Ég fékk áfall.“ Danir eru klárir með allar reglur fari boltinn aftur að rúlla en þeir hafa stefnt á að byrja deildina aftur 27. maí. Þeir bíða þó eftir viðbrögðum stjórnvalda en reikna má með að ný tíðindi komi frá dönsku ríkisstjórninni í vikunni. Næstu afléttingar þar í landi eru 10. maí.
Danski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira