Sértæk þjálfun að ryðja sér til rúms hér á landi: „Ekki hægt að láta 17 ára og 35 ára æfa eins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 18:45 Harald Pétursson rýnir hér í hlaupa- og þoltölur leikmanna meistaraflokks karla hjá knattspyrnuliðinu Val. Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Sjá meira
Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana
Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Sjá meira