Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í kvöld klukkan 20 verður sýnt frá leiklestri á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur.
Sokkabandið sýndi Hystory í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar á Litla sviði Borgarleikhússins leikárið 2014-2015 og hlaut einróma lof gagnrýnenda.
Leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir léku í Hystory á sínum tíma og munu í kvöld leiklesa verkið.