Alfreð vongóður um að spila bráðum: „Vantar bara að pólitíkin gefi grænt ljós“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 13:30 Alfreð Finnbogason hefur þurft að bíða síðan í mars líkt og flestir fótboltamenn heimsins en er vongóður um að þýska deildin fari fyrst af stað aftur af stóru deildum Evrópu. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV. Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er bjartsýnn á að geta byrjað að spila fótbolta á nýjan leik í þessum mánuði, með Augsburg í þýsku 1. deildinni. Vonir stóðu til að keppni hæfist á ný í deildinni, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 9. maí en nú er ljóst að það verður í fyrsta lagi 16. maí. Alfreð og félagar eru byrjaðir að æfa en þurfa að bíða um sinn með að spila fótbolta án takmarkana: „Við erum farnir að geta æft í aðeins stærri hópum og öll lið í Bundesligunni eru byrjuð að æfa núna. Við erum svona 10-12 í hóp núna og þetta er svona að nálgast það að vera venjulegar æfingar,“ sagði Alfreð við RÚV. Augsburg er í 14. sæti þýsku deildarinnar með 27 stig eftir 25 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á því eftir að leika níu deildarleiki á tímabilinu, takist að ljúka því. Róið er að því öllum árum: „Þjóðverjarnir eru búnir að leggja fram 20 manna læknateymi og teymi af sérfræðingum sem settu upp ákveðin ramma í kringum leikina sem verða spilaðir, þeir verða auðvitað spilaðir án áhorfenda. Þeir segjast vera 100% tilbúnir. Það vantar bara núna að pólitíkin gefi grænt ljós á að það megi fara að spila. Það meikar ekkert sens ef fólk þarf að halda tveggja metra fjarlægð á almannafæri en við að spila fótbolta. Þannig að það þarf að vera smá samræmi í þessu. En það er mikilvægt, varðandi samningsmál og fleira, að klára deildina fyrir 30. júní. Því að 1. júlí byrjar í raun nýtt tímabil þannig að það er mjög mikið flækjustig. Mín trú, eða það sem ég heyri af þessum stóru deildum, er að þýska deildin verði líklega sú fyrsta sem byrjar og sú fyrsta sem að klárar. Þannig að vonandi gengur það eftir,“ sagði Alfreð við RÚV.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30 Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41 Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Í beinni: Espanyol - Barcelona | Fagna þeir titlinum á heimili óvina? Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Alfreð um meiðslin hjá landsliðinu: Ef við hefðum spilað núna þá hefðum við farið á EM Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, segir að meiðslin sem hafi herjað á landsliðið undanfarnar vikur hefði ekki skemmt fyrir liðinu hefðu umspilsleikirnir um EM farið fram síðar í þessum mánuði. 20. mars 2020 11:30
Þjóðverjar fresta einnig Keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 15:41
Alfreð kominn með nýjan stjóra Augsburg er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra. Sá gerði garðinn frægan með Borussia Dortmund á árum áður. 10. mars 2020 15:30
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn