Hittist ekki í búningsklefum og fagni mörkum með óhefðbundnum hætti Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2020 12:45 Mikael Anderson og aðrir leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar þurfa að búa sig undir breyttar aðstæður. VÍSIR/GETTY Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku. Danski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Leikmenn skulu klæða sig í keppnisgallann heima hjá sér, ekki fagna mörkum með hópfaðmlögum, og hlusta á hálfleiksræðu þjálfara úti á velli, þegar keppni í danska fótboltanum hefst að nýju. Keppni í Danmörku hefur legið niðri eins og víðast annars staðar vegna kórónuveirufaraldursins. Vonir standa til að liðsæfingar geti hafist að nýju 11. maí og að spilað verði að nýju í dönsku úrvalsdeildinni 29. maí. Claus Thomsen, framkvæmdastjóri deildasamtakanna í Danmörku, segir það ekki verða hættulegra fyrir fótboltamenn en annað starfsfólk að snúa aftur á sinn vinnustað. Allt verði gert til að draga úr smithættu og áhersla lögð á að finni leikmenn fyrir einkennum mæti þeir ekki á æfingu. „Það sem verður mjög ólíkt því sem var er að menn safnast ekki saman í búningsklefa eða neins staðar innandyra. Menn borða ekki saman og þurfa að sleppa því að heilsast og fagna saman eins og þeir eru vanir,“ sagði Thomsen við bold.dk og bætti við að leikmenn megi ekki ferðast saman í leiki, nema með góðu millibili í rútum. „Menn þurfa að gera allt sem einstaklingar. Liðsfundir verða á lokuðu svæði, og við sjáum fundi frekar fara fram með stafrænum hætti,“ sagði Thomsen, og bætti við að hálfleiksfundir færu fram úti á velli. Ekki hægt að refsa fyrir hópfaðmlög Þekkt er að leikmenn eiga það til að hópast saman í heilu hrúgurnar til að fagna mörkum en biðlað verður til leikmanna að sleppa því. Ekki er þó hægt að refsa fyrir slíkt með gulu spjaldi: „Við hvetjum til þess að menn hópist ekki saman í fagnaðarlátum. Við verðum bara að hvetja til þess því tilfinningarnar eru á fullu hjá leikmönnum í miðjum leik. Þetta eru auðvitað menn sem lifa fyrir að að fagna þegar þeir skora mörk, en þeir geta samt gætt þess að hópast ekki saman. Þegar mótið byrjar aftur er ég viss um að við sjáum frumleg fagnaðarlæti og það er jákvætt, þó að það gerist út af leiðinlegum atburðum. Þetta gæti skapað góða stemningu í fótboltaheiminum,“ sagði Thomsen. Dönsku deildasamtökin hafa sett saman 55 síðna leiðbeiningabækling til að fara yfir þessi og fleiri mál, en leiðbeiningarnar eru samkvæmt bold.dk unnar í samvinnu við fleiri deildir, þar á meðal þá spænsku og þýsku.
Danski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira