Færri með niðurgang en fleiri með kynsjúkdóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 21:48 Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans er í Fossvogi. Vísir/Egill Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira