Staðan á baráttudegi verkalýðsins Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 1. maí 2020 19:59 Að halda baráttudag verkalýðsins hátíðlegan við þessar aðstæður vekur blendnar tilfinningar. Met hafa verið slegin í hópuppsögnum og atvinnuleysi stefnir í það mesta í sögunni. Margir eiga um sárt að binda. Í ofanálag má vinnandi fólk ekki, út af sóttvörnum, safnast saman á þessum baráttudegi til þess að efla andann. Það er skiljanlegt, en engu að síður bagalegt í ljósi þess að líklega hefur sjaldan verið jafnmikið tilefni til þess, því nú er virkilega þörf á að efla þrautseygjuna og samheldnina. Tímabundið eða ekki? Þungi efnahagsáfallsins er sífellt að koma betur í ljós. Þetta eru gríðarlegar hamfarir. Þetta er mun dýpri dalur en flestir sáu fyrir í upphafi faraldursins. Spurningin er sú, hvort ennþá sé hægt að hugga sig við það að þetta verði tímabundið ástand, og að ferðaþjónusta hefjist brátt að nýju, annar atvinnurekstur taki líka aftur fljótt við sér og að þau sem misst hafa vinnuna muni fá hana fljótt aftur. Hvað þetta varðar eru farnar að renna tvær grímur á marga. Óvissan er allt í kring. Óvissan varðandi veiruna og viðureignina við hana er flestum ljós, en hin óvissan, í tengslum við efnahagslífið, verður sífellt stærri. Hversu lengi geta svo margir verið án atvinnu með tilheyrandi skerðingum á kjörum án þess að það hafi miklar langvarandi afleiðingar? Munum við sjá fjöldagjaldþrot fyrirtækja á næstu mánuðum? Verður gengið svo mjög á sameiginlega sjóði að við verðum mörg ár að jafna okkur? Verður skorið niður í velferðarkerfinu og samneyslunni í kjölfarið með tilheyrandi langvarandi átökum? Vörn og sókn Bjartsýni er mikilvæg en raunsæi líka. Við skulum vona það besta, en útlitið er dökkt. Það sem við gerum núna skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Þetta er tími sem við verðum að sækja fram hvað varðar uppbyggingu nýs samfélags á sama tíma og við reynum eftir öllum leiðum að minnka skaðann í samfélaginu til langs tíma, í sem breiðastri samvinnu aðila á vinnumarkaði. Nú er sá tími sem við verðum að standa vörð um fólkið og um þau mikilvægu réttindi sem launafólk hefur samið um. Þær raddir heyrast að nú þurfi að lækka laun eða falla frá samningsbundnum ákvæðum og réttindum. Það kemur ekki til greina. Við skulum halda okkur við tímabundin úrræði, eins og hlutabótaleiðina og fleiri slíkar leiðir, til þess að koma okkur í gegnum tímabundnar þrengingar. Um slíka aðferðafræði þarf að ríkja sem mest samstaða á þessum tímapunkti. Samningar standa og réttindi verða ekki gefin eftir. Sátt um nýja tíma Til þess að koma okkur í gegnum þessa varnarbaráttu farsællega er ákaflega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins, ásamt ríkisvaldinu, hafi sameiginlegt leiðarljós um það hvernig þjóðfélag við viljum sjá þegar við rísum upp úr þessu. Þetta þarf að ræða og mynda traust um markmiðin. Að öðrum kosti verður erfitt að réttlæta þær miklu þrengingar sem vinnandi fólk þarf núna að láta yfir sig ganga. Til hvers er barist? Til hvers er þraukað? Viss grundvallaratriði þurfa að vera kristalskýr. Það þarf að vera algjörlega á hreinu að launafólk verði sá hópur sem muni njóta nýrra tíma og að nýir tímar muni mótast af hagsmunum samfélagsins, launafólks og heildarinnar en ekki örfárra einstaklinga sem sitja að fjármunum. Einnig þarf að ríkja skilningur um það að fyrirtæki, sem nú þiggja björgun úr sameiginlegum sjóðum, þurfa að borga til baka til samfélagsins. Gera verður kröfu um að tap vegna áfalla lendi ekki enn eina ferðina einungis á herðum almennings. Til dæmis má gera kröfu um það að fyrirtæki borgi stuðninginn beint til baki með hagnaði framtíðarinnar eða hið opinbera eignist hlutafé á móti aðstoðinni. Við þurfum réttlæti. Það þarf að skipta jafnar í þjóðfélaginu, í samræmi við hlutdeild vinnandi fólks í verðmætasköpuninni og í takti við samfélagslegt mikilvægi starfanna, í velferðarþjónustu og annars staðar. Þetta ætti veiran að hafa kennt okkur. Covid-faraldurinn verður ekki eina krísan á 21.öldinni. Þá skulum við vita það og breyta samkvæmt því, að réttlátara og jafnara samfélag er ekki einungis farsælla samfélag heldur líka öruggara samfélag. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kristján Þórður Snæbjarnarson Verkalýðsdagurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Að halda baráttudag verkalýðsins hátíðlegan við þessar aðstæður vekur blendnar tilfinningar. Met hafa verið slegin í hópuppsögnum og atvinnuleysi stefnir í það mesta í sögunni. Margir eiga um sárt að binda. Í ofanálag má vinnandi fólk ekki, út af sóttvörnum, safnast saman á þessum baráttudegi til þess að efla andann. Það er skiljanlegt, en engu að síður bagalegt í ljósi þess að líklega hefur sjaldan verið jafnmikið tilefni til þess, því nú er virkilega þörf á að efla þrautseygjuna og samheldnina. Tímabundið eða ekki? Þungi efnahagsáfallsins er sífellt að koma betur í ljós. Þetta eru gríðarlegar hamfarir. Þetta er mun dýpri dalur en flestir sáu fyrir í upphafi faraldursins. Spurningin er sú, hvort ennþá sé hægt að hugga sig við það að þetta verði tímabundið ástand, og að ferðaþjónusta hefjist brátt að nýju, annar atvinnurekstur taki líka aftur fljótt við sér og að þau sem misst hafa vinnuna muni fá hana fljótt aftur. Hvað þetta varðar eru farnar að renna tvær grímur á marga. Óvissan er allt í kring. Óvissan varðandi veiruna og viðureignina við hana er flestum ljós, en hin óvissan, í tengslum við efnahagslífið, verður sífellt stærri. Hversu lengi geta svo margir verið án atvinnu með tilheyrandi skerðingum á kjörum án þess að það hafi miklar langvarandi afleiðingar? Munum við sjá fjöldagjaldþrot fyrirtækja á næstu mánuðum? Verður gengið svo mjög á sameiginlega sjóði að við verðum mörg ár að jafna okkur? Verður skorið niður í velferðarkerfinu og samneyslunni í kjölfarið með tilheyrandi langvarandi átökum? Vörn og sókn Bjartsýni er mikilvæg en raunsæi líka. Við skulum vona það besta, en útlitið er dökkt. Það sem við gerum núna skiptir miklu máli fyrir framtíðina. Þetta er tími sem við verðum að sækja fram hvað varðar uppbyggingu nýs samfélags á sama tíma og við reynum eftir öllum leiðum að minnka skaðann í samfélaginu til langs tíma, í sem breiðastri samvinnu aðila á vinnumarkaði. Nú er sá tími sem við verðum að standa vörð um fólkið og um þau mikilvægu réttindi sem launafólk hefur samið um. Þær raddir heyrast að nú þurfi að lækka laun eða falla frá samningsbundnum ákvæðum og réttindum. Það kemur ekki til greina. Við skulum halda okkur við tímabundin úrræði, eins og hlutabótaleiðina og fleiri slíkar leiðir, til þess að koma okkur í gegnum tímabundnar þrengingar. Um slíka aðferðafræði þarf að ríkja sem mest samstaða á þessum tímapunkti. Samningar standa og réttindi verða ekki gefin eftir. Sátt um nýja tíma Til þess að koma okkur í gegnum þessa varnarbaráttu farsællega er ákaflega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins, ásamt ríkisvaldinu, hafi sameiginlegt leiðarljós um það hvernig þjóðfélag við viljum sjá þegar við rísum upp úr þessu. Þetta þarf að ræða og mynda traust um markmiðin. Að öðrum kosti verður erfitt að réttlæta þær miklu þrengingar sem vinnandi fólk þarf núna að láta yfir sig ganga. Til hvers er barist? Til hvers er þraukað? Viss grundvallaratriði þurfa að vera kristalskýr. Það þarf að vera algjörlega á hreinu að launafólk verði sá hópur sem muni njóta nýrra tíma og að nýir tímar muni mótast af hagsmunum samfélagsins, launafólks og heildarinnar en ekki örfárra einstaklinga sem sitja að fjármunum. Einnig þarf að ríkja skilningur um það að fyrirtæki, sem nú þiggja björgun úr sameiginlegum sjóðum, þurfa að borga til baka til samfélagsins. Gera verður kröfu um að tap vegna áfalla lendi ekki enn eina ferðina einungis á herðum almennings. Til dæmis má gera kröfu um það að fyrirtæki borgi stuðninginn beint til baki með hagnaði framtíðarinnar eða hið opinbera eignist hlutafé á móti aðstoðinni. Við þurfum réttlæti. Það þarf að skipta jafnar í þjóðfélaginu, í samræmi við hlutdeild vinnandi fólks í verðmætasköpuninni og í takti við samfélagslegt mikilvægi starfanna, í velferðarþjónustu og annars staðar. Þetta ætti veiran að hafa kennt okkur. Covid-faraldurinn verður ekki eina krísan á 21.öldinni. Þá skulum við vita það og breyta samkvæmt því, að réttlátara og jafnara samfélag er ekki einungis farsælla samfélag heldur líka öruggara samfélag. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og 1. varaforseti Alþýðusambands Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun