Óvissan mikil en engar uppsagnir hjá Bláa Lóninu Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 22:20 Staða Bláa Lónsins er erfið. Vísir/Vilhelm Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51