Lyon tilbúið að áfrýja og vill mörghundruð milljóna bætur Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:30 Moussa Dembele og félagar náðu ekki Evrópusæti, miðað við forsendurnar sem franska deildin gaf sér. VÍSIR/GETTY Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar. Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun frönsku 1. deildarinnar í fótbolta að ljúka tímabilinu og láta meðalstigafjölda í leik á leiktíðinni ráða lokastöðu liðanna. Forráðamenn Lyon hafa sagt að þeir gætu áfrýjað niðurstöðunni en hún bitnar illa á félaginu. Með því að notast við meðalstigafjölda í leikjum vetrarins endar Lyon nefnilega í 7. sæti og missir af sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1996. Í yfirlýsingu frá Lyon segir að félagið áskilji sér rétt til að kæra niðurstöðuna og sækja sér skaðabætur, og að áætlaður tekjumissir félagsins nemi fleiri tugum milljóna evra vegna niðurstöðunnar, eða mörghundruð milljónum króna. Til greina kom að láta stöðuna eftir 27 umferðir ráða, en þá hefði Lyon verið í Evrópusæti. Lyon hafði einnig stungið upp á því að reynt yrði að ljúka mótinu með úrslitakeppni eða með öðrum hætti, en lokað hefur verið fyrir íþróttakeppnir í Frakklandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. „Það má vera að það verði eitthvað um áfrýjanir en ákvarðanir okkar byggja á traustum grunni,“ sagði Didier Quillot, framkvæmdastjóri frönsku deildarinnar.
Franski boltinn Tengdar fréttir Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Neymar og félagar sófameistarar Þriðja árið í röð er Paris Saint-Germain franskur meistari. 30. apríl 2020 15:50