FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:30 Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19. Körfubolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19.
Körfubolti Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira