Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 12:41 Formaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra tókust á um hvernig ætti að koma Icelandair til aðstoðar á Alþingi í morgun. vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar vill að ríkið aðstoði Icelandair með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu eins og mörg önnur ríki hafi gert gagnvart sínum flugfélögum. Fjármálaráðherra segir þá leið alltaf eiga að vera síðasta úrræðið Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti hjá öllum fyrirtækjum, stórum jafnt sem smáum. Í mörgum nágrannaríkjanna hafi stjórnvöld hins vegar gripið til almennra aðgerða fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki en sértækra aðgerða vegna stórra og kerfilslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga. „Þannig eru fjölmörg ríki nú að koma til aðstoðar og eignast tímabundið í evrópskum flugfélögum. Íslenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara aðra leið. Nú fær Icelandair í gegnum þessa leið líklega um sjö milljarða í sinn hlut. Það er helmingur markaðsvirðis fyrirtækisins og hæstvirtur ráðherra upplýsir hér að það gæti orðið meira,” sagði Logi. Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkið eignist hlut í Icelandair á móti stuðningi sínum við fyrirtækið.Vísir/Vilhelm Auðvitað þyrfti að styðja þetta mikilvæga fyrirtæki sem væri alger lífæð til landsins. „Er eðlilegt að ráðstafa svo stórum upphæðum og jafnvel meiru í framhaldinu til að verja hlutafé fyrirtækis án þess að við eigum nokkurn möguleika á að fá það með beinum hætti til baka og eignast tímabundið í fyrirtækinu,” sagði formaður Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir stjórnvalda ekki miða að því að verja hagsmuni hluthafa. Fjármálaráðherra segir að það ætti að vera síðasta úrræði stjórnvalda að eignast hlut í fyrirtækjum sem það aðstoðar.Vísir/Vilhelm „Nei ég tel ekki eðlilegt að verja hluthafana með slíku inngripi. Enda liggur það fyrir eins og é ger að skilja stöðuna að hluthafarnir eru að verða fyrir stórkostlegu tjóni þar sem félagið er að fara í hlutafjárútboð. Sem væntanlega mun þýða að núverandi hluthafar verða þynntir út,” sagði Bjarni. Það ætti ávalt að vera síðasti valkosturinn að ríkið kæmi inn í fyrirtæki sem hluthafi. Hlutabótaleiðin og greiðsla launa á uppsagnarfresti væri almenn aðgerð og kostnaður sem hvort eð er myndi lenda á ríkissjóði í ríkari mæli með gjaldþrotum fyrirtækja. „Hvers vegna vill háttvirtur þingmaður einungis ræða Icelandair? Hvers vegan boðar hann ekki þá stefnu sína að gegn stuðningi við fyrirtæki sem þurfa nauðsynlega að fá svigrúm til að endurskipuleggja sinn fjárhag vilji hann boða ríkisvæðingu allra slíkra fyrirtækja,” sagði fjármálaráðherra og Logi greip framm í; “það er ekki það sem talað var um.” „Það er bara það sem má skilja af orðum háttvirts þingmanns,” sagði Bjarni Benediktsson.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Samgöngur Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir 3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
3500 uppsagnir í 32 hópuppsögnum undanfarinn sólarhring Um þrjú þúsund og fimm hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum 32 fyrirtækja síðasta sólarhringinn. 30. apríl 2020 10:44