Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, var valinn bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni.
ÅRETS GUARD: ELVAR FRIDRIKSSON
— SBL Herr (@basketsverige) April 2, 2020
Han har dominerat SBL både offensivt och defensivt den här säsongen. Idag utses @BorasBasket:s islänning Elvar Fridriksson till Årets Guard!
Läs mer här: https://t.co/aR6BvKOZFF#SBL #SBLHerr #SBLAwards pic.twitter.com/09DA5kWsyL
Njarðvíkingurinn lék einkar vel á sínu fyrsta tímabili með Borås Basket. Tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar og Borås krýnt meistari. Liðið var á toppi deildarinnar þegar keppni var hætt.
Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins og var með hæsta framlag allra leikmanna þess. Þá var Elvar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.
Í 33 deildarleikjum var Elvar með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali. Framlagsstigin voru 18,1. Hann var með 49,8% nýtingu í tveggja stiga skotum og 39,5% í þristum.
Elvar fékk 44% í kjörinu á bakverði ársins. Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Brandon Rozzel, leikmaður Luleå, með 24% atkvæða. Hann lék með Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils.