Íþróttir eru fyrir alla Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 30. apríl 2020 08:00 Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var sýndur í sjónvarpi Símans heimildaþáttur um íþróttaferil og ævi sundmannsins Inga Þórs Jónssonar, margfalds Íslandsmethafa og ólympíufara. Þetta er einstakt viðtal í íslensku samhengi, þar sem rætt er við fyrrum afreksmann í íþróttum um reynsluna af því að vera bæði fremstur á sínu sviði og hommi í felum. Í viðtalinu við Inga Þór er farið yfir víðan völl. Eitt af því sem vakti mig sérstaklega til umhugsunar voru ummæli Inga um að þessir tveir hlutar lífs hans hefðu ekki átt saman. Honum hafi þótt algjörlega óhugsandi að vera bæði íþróttamaður og hommi. Þetta lá sannarlega í loftinu á þeim tíma, en rímar furðulega vel við veruleika minnar kynslóðar og er ég þó tæpum 30 árum yngri en Ingi. Flest hinsegin fólk á mínum aldri sem ég þekki, sem stunduðu íþróttir á unglingsárunum, hættu fyrst í íþróttum og komu svo út úr skápnum. Á þessu eru að sjálfsögðu undantekningar og hinsegin fyrirmyndir hafa lengi verið til staðar innan ákveðinna greina, til dæmis í kvennafótbolta. Þó er full ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu miklar breytingar hafi í raun orðið á æfingaumhverfi íþróttafólks á undanförnum árum. Ég held við getum sannarlega gert ráð fyrir því, í takt við þróunina í samfélaginu í heild, að það hljóti að vera auðveldara skref í dag en áður að koma út úr skápnum samhliða íþróttaástundun. En það tekur ennþá sinn toll að vera hinsegin í samfélagi þar sem kynjaðar væntingar leika jafn veigamikið hlutverk, þrátt fyrir samfélagsbreytingar. Hinsegin ungmenni búa enn við verri geðheilsu en jafnaldrar þeirra og skrefið út úr skápnum er ennþá stórt. Skrefið virðist raunar vera sérstaklega stórt innan margra íþróttagreina, a.m.k. ef horft er til fjölda íþróttafólks sem er opinberlega hinsegin. Það er áhyggjuefni að þær hinsegin fyrirmyndir í íþróttaheiminum sem þó eru til staðar, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru afar fáar. Sérstaklega sárvantar fyrirmyndir fyrir stráka í boltaíþróttum. Hvenær mun leikmaður úr landsliði karla í fótbolta hlaupa út af vellinum eftir sigur Íslands og kyssa manninn sinn í beinni útsendingu? Hinsegin fólk er auðvitað jafn hæfileikaríkt í íþróttum og aðrir. Aftur á móti eru tækifæri hinsegin barna og ungmenna til þess að blómstra í íþróttastarfi ekki alltaf þau sömu, enda vantar gjarnan upp á rými til þess að vera öðruvísi í kynjaskiptum heimi íþróttanna enn þann dag í dag. Úr því verður að bæta. Þetta hefur þau áhrif að ákveðnir hópar barna fá ekki notið þeirra kosta og aukningar lífsgæða sem fylgja íþróttaástundun. Á sama tíma missir íþróttahreyfingin af frambærilegu íþróttafólki. Sem betur fer höfum við í Samtökunum ‘78 orðið vör við mikinn samstarfsvilja hjá íþróttahreyfingunni, en t.d. hafa ÍSÍ og KSÍ haft hinsegin fræðslu sem hluta þjálfaranámskeiða. ÍSÍ hefur einnig gefið út bækling um trans börn og íþróttir og vinnur að stefnu í málefnum trans iðkenda, sem er afskaplega mikilvægt skref. Þessi forysta um breytingar skiptir verulegu máli, en gleymum því ekki að rými fyrir einstaklinga til þess að vera þau sjálf í íþróttum skapast fyrst og fremst innan félaga, innan æfingahópa og ekki síst innan fjölskyldna. Ábyrgðin er okkar allra. Það var aldrei möguleiki fyrir Inga Þór Jónsson að vera opinberlega hommi á meðan hann var afreksmaður í sundi, þannig voru einfaldlega fordómarnir á þeim árum sem hann var upp á sitt besta. Von mín er sú að með aukinni meðvitund verði íþróttir öruggur og uppbyggjandi staður fyrir öll börn, ungmenni og fullorðna. Næsta hinsegin íþróttastjarna á hvorki að þurfa að fela hluta sjálfsmyndar sinnar fyrir umheiminum né hætta í íþróttum áður en hún getur komið út úr skápnum. Þörf er á markvissri áframhaldandi vinnu og hugarfarsbreytingu meðal allra sem koma nálægt starfi hvers íþróttafélags, því breytingar á andrúmslofti koma ekki af sjálfu sér þótt skilaboðin að ofan séu skýr. Það verður að vera hægt að vera bæði íþróttamaður og opinberlega hinsegin, í öllum greinum. Fyrr verða íþróttir ekki fyrir alla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun