Eigandi Brescia segir að liðið muni gefa alla leiki ef tímabilið hefst aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:00 Massimo Cellino ásamt Marion Balotelli sem gekk til liðs við Brescia síðasta sumar. vísir/getty Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar. Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Massimo Cellino, eigandi ítalska úrvalsdeildarliðsins Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, segir að liðið muni gefa alla leiki ef keppni í ítölsku deildinni hefst aftur í vetur. Líkt og alls staðar í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi, hefur keppni í ítalska fótboltanum verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía hefur orðið sérstaklega illa úti vegna kórónuveirunnar en rúmlega 13.000 manns hafa látist af völdum hennar þar í landi. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvort keppni í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20 lýkur. Cellino segir að það væri glapræði að hefja leik aftur. „Við erum hætt. Ekkert lið snýr aftur til baka eins og það var, leikirnir yrðu að fara fram fyrir luktum dyrum og þetta myndi stefna heilsu leikmannanna í hættu,“ sagði Cellino við Gazetta dello Sport. „Það væri brjálæði að byrja aftur. Ef þeir neyða okkur til þess gefum við alla leiki sem eftir eru af virðingu við íbúa Brescia og þá sem hafa látist af völdum veirunnar,“ bætti Cellino við. Hann hefur verið sakaður um að hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni en Brescia er á botni ítölsku deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti. Brescia myndi því augljóslega græða á því ef tímabilið yrði flautað af og þurrkað út ef svo má segja. Birkir hefur leikið fimm leiki fyrir Brescia síðan hann kom til liðsins í janúar.
Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira