Björgunarsveitarmenn af Kjalarnesi eru nú á leið á vettvang út á Kollafjörð eftir að tveir örmagna kajakræðarar óskuðu eftir aðstoð.
Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, barst útkallið rétt upp úr klukkan níu í kvöld.
Kajakræðarnir eru í vanda og komast ekki á leiðarenda að sögn Davíðs og munu björgunarsveitarmenn fara út á jetski ræðurunum til aðstoðar. Þá verður bátur til taks til vara.