Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 21:29 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar -stéttarfélags. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks. Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Fjórum skólum í Kópavogsbæ verður lokað 6. maí náist samningar ekki. Allt ræstingafólk skólanna eru félagsmenn Eflingar. Stúlka í níunda bekk í Kársnesskóla vakti athygli umboðsmanns barna á stöðu barna í Kópavogi vegna aðgerðanna og vísaði þar í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Sólveig svaraði bréfi umboðsmanns í dag og segir umboðsmann stilla upp rétti barna til að láta skoðanir sínar í ljós gegn lögvörðum rétti félagsmanna Eflingar til þess að ganga til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. „Ég skil ekki hvernig er hægt að sjá málið með þessum augum. Þarna er verið að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti. Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“ skrifar Sólveig Anna í pistli á Facebook-síðu sinni. Hér má nálgast bréfið sem umboðsmaður barna sendi Eflingu í gær. Sólveig segir ítrekað hafa reynt að funda með bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni, en það hafi ekki borið árangur. Þá hafi Efling verið heiðarleg og væri ljóst að verkfallsaðgerðir myndu hefjast að nýju um leið og samkomubanni yrði aflétt eða það mildað. Þó hafi Kópavogsbær ekki viljað funda með Eflingu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir „Mér finnst miður að umboðsmaður barna hafi reynt að hafa áhrif á baráttu þessa hóps, sem hefur ekki átt sér neina málsvara. Sem hefur verið jaðarsettur og í raun því sem næst ósýnilegur. Sem þarf að þola laun sem ekki er hægt að lifa af, og líka skerta heilsu, bæði andlega og líkamlega sökum álags og erfiðleika þeirra sem fylgja endalausum fjárhagsáhyggjum,“ skrifar Sólveig. Í bréfi sínu til umboðsmanns barna skrifar Sólveig: „Ég tel að þú sýnir félagsmönnum mínum lítilsvirðingu og ég tel jafnframt í hæsta máta ósmekklegt hvernig þú spilar fram börnum til að grafa undan lögvarinni réttindabaráttu verkafólks.“ Sólveig segist í svari sínu svara erindi umboðsmanns á þann veg að hún mótmæli því að baráttu láglaunakvenna fyrir sæmandi sé stillt upp á móti hagsmunum barna og biðst hún undan frekari afskiptum af baráttu Eflingarfólks.
Kópavogur Kjaramál Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira